John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:15 John Carlin er mikill Íslandsvinur. vísir John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45