John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:15 John Carlin er mikill Íslandsvinur. vísir John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira
John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira
John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45