Sjálfbær Kerlingarfjöll Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 11. maí 2016 07:00 Á heimasíðu fréttamiðilsins Visir.is birtist frétt þann 4. maí þar sem fjallað er um að Landvernd hafi ekki nýtt tækifæri til að mótmæla byggingu 120 herbergja hótels í Kerlingarfjöllum. Reiknað er með að þegar hótelið er fullbyggt muni verða 342 gistirými á staðnum, sem í núverandi aðstöðu eru um 50 í uppbúnum rúmum og annað eins í svefnpokaplássi. Starfsemi í kringum slíkan fjölda gistirýma samsvarar heilu þorpi sem þarf á orku að halda. Þetta fyrirhugaða hótel er dæmi um þá uppbyggingu sem er í gangi í ferðaþjónustunni. Slík uppbygging má ekki eiga sér stað á grundvelli aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis til upphitunar, lýsingar og samgangna á tímum hnattrænnar hlýnunar, allra síst á hálendinu. Í dag er þegar til staðar ferðaþjónusta á svæðinu og þar er lítil vatnsaflsvirkjun sem nægir ekki til að fullnægja þörfum svæðisins hvað þá fyrirhuguðu nýju hóteli. Á sama tíma og verið er að skipuleggja uppbyggingu í Kerlingarfjöllum vinnur umhverfisráðuneytið að því að friðlýsa Kerlingarfjöll gegn orkuvinnslu. Varla er það hugmyndin að leggja af vatnsaflsvirkjun á svæðinu og skipta henni út fyrir jarðefnaeldsneyti? Þá hlýtur að vera farsælla að fá endurnýjanlega orku á svæðið um rafstreng. Nú er gullið tækifæri til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys í Kerlingarfjöllum með því að leggja þangað rafstreng sem gæti þjónað öðrum fjallaskálum á svæðinu. Þá væri hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu með tilheyrandi mengun og möguleikum á umhverfisslysum. Kostnaður við að leggja rafstreng um langan veg er raunar hár, svo það má spyrja sig hvort ekki sé ástæða til að stíga stærra skref og virkja hluta af þeim jarðvarma sem er á svæðinu til upphitunar, baða og raforkuframleiðslu og selja frekar orku um strenginn sem þarf að leggja hvort eð er. Þetta myndi einnig gefa möguleika á því að nýta rafbíla til að flytja fólk á svæðið þar sem hægt væri að hlaða bílana á staðnum. Með aukinni nýtingu á endurnýjanlegri orku á hluta af svæðinu væri hægt að sjá Kerlingarfjöllum fyrir hitaveitu og rafmagni og bjóða upp á jarðböð, ræktun grænmetis og eldisfisks, þannig að staðurinn gæti orðið þekktur sem sjálfbær og umhverfisvænn auðlindagarður. Þannig mætti nýta auðlindir svæðisins, í samvinnu við ferðaþjónustu, þannig að vel fari. Slík samþætting gæti vafalaust aukið á aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn. Horfum með opnum huga til langrar framtíðar og nýtum Kerlingarfjöll á sjálfbæran hátt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu fréttamiðilsins Visir.is birtist frétt þann 4. maí þar sem fjallað er um að Landvernd hafi ekki nýtt tækifæri til að mótmæla byggingu 120 herbergja hótels í Kerlingarfjöllum. Reiknað er með að þegar hótelið er fullbyggt muni verða 342 gistirými á staðnum, sem í núverandi aðstöðu eru um 50 í uppbúnum rúmum og annað eins í svefnpokaplássi. Starfsemi í kringum slíkan fjölda gistirýma samsvarar heilu þorpi sem þarf á orku að halda. Þetta fyrirhugaða hótel er dæmi um þá uppbyggingu sem er í gangi í ferðaþjónustunni. Slík uppbygging má ekki eiga sér stað á grundvelli aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis til upphitunar, lýsingar og samgangna á tímum hnattrænnar hlýnunar, allra síst á hálendinu. Í dag er þegar til staðar ferðaþjónusta á svæðinu og þar er lítil vatnsaflsvirkjun sem nægir ekki til að fullnægja þörfum svæðisins hvað þá fyrirhuguðu nýju hóteli. Á sama tíma og verið er að skipuleggja uppbyggingu í Kerlingarfjöllum vinnur umhverfisráðuneytið að því að friðlýsa Kerlingarfjöll gegn orkuvinnslu. Varla er það hugmyndin að leggja af vatnsaflsvirkjun á svæðinu og skipta henni út fyrir jarðefnaeldsneyti? Þá hlýtur að vera farsælla að fá endurnýjanlega orku á svæðið um rafstreng. Nú er gullið tækifæri til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys í Kerlingarfjöllum með því að leggja þangað rafstreng sem gæti þjónað öðrum fjallaskálum á svæðinu. Þá væri hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu með tilheyrandi mengun og möguleikum á umhverfisslysum. Kostnaður við að leggja rafstreng um langan veg er raunar hár, svo það má spyrja sig hvort ekki sé ástæða til að stíga stærra skref og virkja hluta af þeim jarðvarma sem er á svæðinu til upphitunar, baða og raforkuframleiðslu og selja frekar orku um strenginn sem þarf að leggja hvort eð er. Þetta myndi einnig gefa möguleika á því að nýta rafbíla til að flytja fólk á svæðið þar sem hægt væri að hlaða bílana á staðnum. Með aukinni nýtingu á endurnýjanlegri orku á hluta af svæðinu væri hægt að sjá Kerlingarfjöllum fyrir hitaveitu og rafmagni og bjóða upp á jarðböð, ræktun grænmetis og eldisfisks, þannig að staðurinn gæti orðið þekktur sem sjálfbær og umhverfisvænn auðlindagarður. Þannig mætti nýta auðlindir svæðisins, í samvinnu við ferðaþjónustu, þannig að vel fari. Slík samþætting gæti vafalaust aukið á aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn. Horfum með opnum huga til langrar framtíðar og nýtum Kerlingarfjöll á sjálfbæran hátt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun