Ég trúi á framtíðina Halla Tómasdóttir skrifar 11. maí 2016 08:00 Mótmælin sem spruttu upp í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjölunum snerust ekki eingöngu um lögfræðileg álitaefni og réttmætar skattgreiðslur, heldur voru Íslendingar að mótmæla siðferðilegri hegðun forystufólks og óska eftir umbreytingum í formi nýrra grunngilda í okkar samfélagi. Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða. Ég set á oddinn það verkefni sem blasir við, sem er að horfa til framtíðar og byggja samfélag okkar á: heiðarleika, réttlæti, jafnrétti og virðingu. Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Ég veit að ég er ekki ein um það, því slembiúrtak þjóðarinnar valdi þessi gildi sem leiðarljós samfélagsins á Þjóðfundi árið 2009. Ég er stolt af því að hafa verið ein þeirra sem hrinti Þjóðfundinum í framkvæmd og mig langar að bretta upp ermar og halda þessu verkefni áfram. Þetta er langtímaverkefni sem krefst ekki aðeins víðtækrar umræðu í samfélaginu, heldur einnig leiðtoga á öllum sviðum sem sýna gott fordæmi bæði í orði og á borði. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í ýmsum málum þó margt þurfi að bæta. Stærsta verkefnið er brostið traust, og það lögum við ekki með ósætti og ótta. Sameiginleg gildi og skýrar leikreglur leggja grunn að samfélagslegri sátt. Því er mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og skýra þar með leikreglur okkar samfélags. Sú staða sem nú er uppi í aðdraganda forsetakosninga sýnir svart á hvítu margt sem þarf að laga.Verði ekki háðar geðþótta forseta Stjórnarskrár þeirra lýðræðissamfélaga sem við Íslendingar berum okkur helst saman við kveða á um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Fyrir slíkum ákvæðum eru góðar og gildar ástæður enda hefur ítrekað komið í ljós að það getur reynst valdhöfum erfitt að þekkja sinn vitjunartíma. Þá er mikilvægt að breyta kosningafyrirkomulagi á þann veg að komið sé í veg fyrir að tiltölulega lítill hluti kjósenda geti staðið að baki kjörs forseta. Einnig mætti endurskoða tímaramma kosninga sem og kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að stjórnarskráin tryggi að veigamiklar ákvarðanir um lýðræðið verði ekki háðar geðþótta forseta. Þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samfélagi kalla á engan máta á ótta eða óöryggi. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að ræða heiðarlega hvernig við getum innleitt þau grunngildi sem samstaða er um, hvernig við drögum lærdóm af reynslunni og skýrum leikreglur okkar í stjórnarskrá. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og höfum nú tækifæri til að velja á milli fortíðar, meira af því sem verið hefur, eða framtíðar á grunni góðra gilda og skýrra leikreglna svo hér megi byggja upp traust á ný og sameina og sætta þjóðina. Ég býðst til að leiða það starf, því þannig samfélag vil ég. Lítil stúlka sem heimsótti kosningaskrifstofu mína fyrir skemmstu spurði mig um hlutverk forseta og lýsti svari mínu í framhaldi fyrir móður sinni með þessum orðum: Forseti hittir margt fólk og hvetur okkur til að haga okkur vel og vera góð við hvert annað. Þannig forseti vil ég vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mótmælin sem spruttu upp í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjölunum snerust ekki eingöngu um lögfræðileg álitaefni og réttmætar skattgreiðslur, heldur voru Íslendingar að mótmæla siðferðilegri hegðun forystufólks og óska eftir umbreytingum í formi nýrra grunngilda í okkar samfélagi. Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða. Ég set á oddinn það verkefni sem blasir við, sem er að horfa til framtíðar og byggja samfélag okkar á: heiðarleika, réttlæti, jafnrétti og virðingu. Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Ég veit að ég er ekki ein um það, því slembiúrtak þjóðarinnar valdi þessi gildi sem leiðarljós samfélagsins á Þjóðfundi árið 2009. Ég er stolt af því að hafa verið ein þeirra sem hrinti Þjóðfundinum í framkvæmd og mig langar að bretta upp ermar og halda þessu verkefni áfram. Þetta er langtímaverkefni sem krefst ekki aðeins víðtækrar umræðu í samfélaginu, heldur einnig leiðtoga á öllum sviðum sem sýna gott fordæmi bæði í orði og á borði. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í ýmsum málum þó margt þurfi að bæta. Stærsta verkefnið er brostið traust, og það lögum við ekki með ósætti og ótta. Sameiginleg gildi og skýrar leikreglur leggja grunn að samfélagslegri sátt. Því er mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og skýra þar með leikreglur okkar samfélags. Sú staða sem nú er uppi í aðdraganda forsetakosninga sýnir svart á hvítu margt sem þarf að laga.Verði ekki háðar geðþótta forseta Stjórnarskrár þeirra lýðræðissamfélaga sem við Íslendingar berum okkur helst saman við kveða á um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Fyrir slíkum ákvæðum eru góðar og gildar ástæður enda hefur ítrekað komið í ljós að það getur reynst valdhöfum erfitt að þekkja sinn vitjunartíma. Þá er mikilvægt að breyta kosningafyrirkomulagi á þann veg að komið sé í veg fyrir að tiltölulega lítill hluti kjósenda geti staðið að baki kjörs forseta. Einnig mætti endurskoða tímaramma kosninga sem og kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að stjórnarskráin tryggi að veigamiklar ákvarðanir um lýðræðið verði ekki háðar geðþótta forseta. Þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samfélagi kalla á engan máta á ótta eða óöryggi. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að ræða heiðarlega hvernig við getum innleitt þau grunngildi sem samstaða er um, hvernig við drögum lærdóm af reynslunni og skýrum leikreglur okkar í stjórnarskrá. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og höfum nú tækifæri til að velja á milli fortíðar, meira af því sem verið hefur, eða framtíðar á grunni góðra gilda og skýrra leikreglna svo hér megi byggja upp traust á ný og sameina og sætta þjóðina. Ég býðst til að leiða það starf, því þannig samfélag vil ég. Lítil stúlka sem heimsótti kosningaskrifstofu mína fyrir skemmstu spurði mig um hlutverk forseta og lýsti svari mínu í framhaldi fyrir móður sinni með þessum orðum: Forseti hittir margt fólk og hvetur okkur til að haga okkur vel og vera góð við hvert annað. Þannig forseti vil ég vera.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun