Hótar að taka ekki þátt á Ólympíuleikunum fái Rússar að vera með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2016 12:00 Sayers gæti fengið bronsverðlaun frá ÓL 2008 átta árum síðar. vísir/getty Enski spjótkastarinn Goldie Sayers segist hafa íhugað að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst fái Rússar að taka þátt á leikunum. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru sem stendur í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu. „Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að ég myndi ekki vilja keppa í Ríó ef Rússar verða með,“ sagði Sayers sem glímdi við meiðsli á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. „En ef þeim er heimiluð þátttaka og ég myndi ekki taka þátt væri ég að svíkja sjálfa mig um annað tækifæri á Ólympíuleikum,“ bætti hin 33 ára gamla Sayers við.Maria Abakumova er einn þeirra 14 rússnesku íþróttamanna sem hafa verið nafngreindir í tengslum við lyfjamisferli á ÓL í Peking 2008.vísir/gettyHún endaði í 4. sæti í spjótkastkeppninni á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en svo gæti farið að hún fengi bronsverðlaunin átta árum seinna. Hin rússneska Maria Abakumova, sem vann til silfurverðlauna, var ein af þeim 14 íþróttamönnum frá Rússlandi sem notuðu ólögleg lyf í Peking. Þetta kom í ljós eftir að sýni frá Ólympíuleikunum 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni. Rússneska sjónvarpsstöðin Match birti nöfn þessara 14 óhreinu Rússa en alþjóðaólympíunefndin ætlar að bíða með að opinbera þau þangað til próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks hefur verið framkvæmt. Ef Abakumova verður svipt silfurverðlaunum falla þau í skaut hinnar þýsku Christinu Obergföll sem endaði í 3. sæti. Sayers myndi svo færast upp í hennar sæti og fá bronsverðlaunin. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira
Enski spjótkastarinn Goldie Sayers segist hafa íhugað að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst fái Rússar að taka þátt á leikunum. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru sem stendur í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu. „Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að ég myndi ekki vilja keppa í Ríó ef Rússar verða með,“ sagði Sayers sem glímdi við meiðsli á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. „En ef þeim er heimiluð þátttaka og ég myndi ekki taka þátt væri ég að svíkja sjálfa mig um annað tækifæri á Ólympíuleikum,“ bætti hin 33 ára gamla Sayers við.Maria Abakumova er einn þeirra 14 rússnesku íþróttamanna sem hafa verið nafngreindir í tengslum við lyfjamisferli á ÓL í Peking 2008.vísir/gettyHún endaði í 4. sæti í spjótkastkeppninni á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en svo gæti farið að hún fengi bronsverðlaunin átta árum seinna. Hin rússneska Maria Abakumova, sem vann til silfurverðlauna, var ein af þeim 14 íþróttamönnum frá Rússlandi sem notuðu ólögleg lyf í Peking. Þetta kom í ljós eftir að sýni frá Ólympíuleikunum 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni. Rússneska sjónvarpsstöðin Match birti nöfn þessara 14 óhreinu Rússa en alþjóðaólympíunefndin ætlar að bíða með að opinbera þau þangað til próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks hefur verið framkvæmt. Ef Abakumova verður svipt silfurverðlaunum falla þau í skaut hinnar þýsku Christinu Obergföll sem endaði í 3. sæti. Sayers myndi svo færast upp í hennar sæti og fá bronsverðlaunin.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira