Forsetakosningar Hannes Bjarnason skrifar 26. maí 2016 05:00 Þann 23. mars síðastliðinn ritaði Össur Skarphéðinsson grein í Fréttablaðið þar sem hann fjallar m.a. um þær breytingar sem hafa orðið á forsetaembættinu í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá fjallar Össur um mögulegar breytingar á embættinu verði tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá að veruleika.Svigrúm forseta Það er klárt að gildandi stjórnarskrá veitir sitjandi forseta á hverjum tíma töluvert svigrúm, einnig til að sinna sínum hjartans málum. Til að mynda þá valdi Vigdís Finnbogadóttir að beita kröftum sínum í þágu íslenskrar tungu og skógræktar. Ólafur Ragnar hefur aftur á móti lagt mikla vinnu í málefni norðurslóða og jarðhitamál á alþjóðavísu. Með því hefur Ólafur Ragnar sannarlega fært alþjóðamál inn fyrir verkahring embættisins eins og Össur bendir á. Það að forseti beri sín hjartans mál á alþjóðleg torg er þó ekki vandkvæðalaust. Ekki síst ef forseti talar utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar í mót. Um þetta var töluvert rætt í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Fengu frambjóðendur þá iðulega spurningar um hvort þeim þætti eðlilegt að reka eigin utanríkisstefnu eða fylgja utanríkisstefnu ráðandi ríkisstjórnar. Að því sögðu þá er það val sitjandi forseta á hverjum tíma hvort og þá í hvaða mæli hann sækist eftir því að reka sín mál á alþjóðavettvangi. Velji forseti einmitt það þá verður viðkomandi sannarlega að geta fótað sig í alþjóðlegu umhverfi og lagt fram mál sín á trúverðugan hátt, að hafa málefnalega burði eins og Össur orðar það. Nýr forseti verður að sjálfsögðu að geta staðið sína vakt í samskiptum við þjóðir og gætt hagsmuna Íslands. Hæfileikar til rökræðna byggja að miklu leyti á hæfileikum til að hlusta á viðmælendur og nýta þeirra orð áfram í eigin málatilbúning. Án efa er þetta eiginleiki sem góður stjórnmálamaður býr að en er þó ekki eingöngu bundinn þeirri stétt. Þar af leiðir að sú mynd sem Össur dregur upp, að nýr forseti ætti að hafa pólitískan bakgrunn, þykir mér lítt raunhæf. Reynsla úr utanríkispólitík hlýtur jú alltaf að vera til bóta. Þó tel ég hæfileikann meiri að skilja mannlegt eðli og pólitísk ferli ásamt því að hafa skilning á mismunandi menningu ríkja. Það er haldgóður eiginleiki nýs forseta.Málskotsréttur og óvirkjaðar greinar gildandi stjórnarskrár Á málskotsréttinum eru tvær hliðar. Það að beita því valdi sem gefið er getur verið jafngilt þeirri ákvörðun að beita því ekki. Samanber ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur um að staðfesta lög um Evrópska efnahagssvæðið í stað þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Þó Ólafur Ragnar hafi virkjað málskotsréttinn í 26. grein stjórnarskrárinnar þá hefur hann ekki beitt öðrum greinum stjórnarskrárinnar sem gætu haft umtalsverð áhrif á stjórnskipun landsins. Þar má nefna 25. grein, að leggja fram fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Sama á við um 28. grein, að gefa út bráðabirgðalög. Munum að áður en Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn þá þótti hann „dautt ákvæði“ í stjórnarskránni. Það segir okkur að nýr forseti gæti nýtt ákvæði í 26. og 28. grein ef svo bæri undir. Ættu frambjóðendur að gera grein fyrir sýn sinni á þessi ákvæði.Tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá Ef við gefum okkur að ný stjórnarskrá verði að veruleika og í meginatriðum eins og tillögur Stjórnlagaráðs gera ráð fyrir, má færa rök fyrir því að um umtalsverðar breytingar á grundvelli stjórnskipunar sé að ræða. Össur rekur breytingar á hlutverki forseta varðandi tilnefningu á forsætisráðherra, þar sem forseti skal ráðfæra sig við þingflokka og þingmenn varðandi tilnefningu og síðan bera undir þingið sem kýs um tillöguna. Þó þessi nýmæli séu í tillögum Stjórnlagaráðs þá hlýtur það að vera fremur ólíklegt að forseti leggi fram tillögu um forsætisráðherra á þingi án þess að nokkuð öruggt sé að viðkomandi hljóti ríkan stuðning. Væntanlega hefur forseti gert sér svo glögga mynd af stöðu mála gegnum viðtöl við þingflokka og þingmenn. Í dag hefur forseti gott svigrúm til stjórnarmyndunar samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Það mundi ekki breytast mikið að mínu mati þó að nýjar tillögur Stjórnlagaráðs næðu fram að ganga. Því að í brothættu umhverfi þar sem annaðhvort eru til staðar fleiri möguleikar á stjórnarmeirihluta eða þá vöntun á slíku hljóta kröfur til forseta alltaf að vera miklar. Mannlegt innsæi, hæfileikar til málamiðlunar, ríkir leiðtogahæfileikar hljóta þá að vera aðkallandi. Þeir eiginleikar eru jafn mikilvægir í fari forseta nú og í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. mars síðastliðinn ritaði Össur Skarphéðinsson grein í Fréttablaðið þar sem hann fjallar m.a. um þær breytingar sem hafa orðið á forsetaembættinu í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá fjallar Össur um mögulegar breytingar á embættinu verði tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá að veruleika.Svigrúm forseta Það er klárt að gildandi stjórnarskrá veitir sitjandi forseta á hverjum tíma töluvert svigrúm, einnig til að sinna sínum hjartans málum. Til að mynda þá valdi Vigdís Finnbogadóttir að beita kröftum sínum í þágu íslenskrar tungu og skógræktar. Ólafur Ragnar hefur aftur á móti lagt mikla vinnu í málefni norðurslóða og jarðhitamál á alþjóðavísu. Með því hefur Ólafur Ragnar sannarlega fært alþjóðamál inn fyrir verkahring embættisins eins og Össur bendir á. Það að forseti beri sín hjartans mál á alþjóðleg torg er þó ekki vandkvæðalaust. Ekki síst ef forseti talar utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar í mót. Um þetta var töluvert rætt í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Fengu frambjóðendur þá iðulega spurningar um hvort þeim þætti eðlilegt að reka eigin utanríkisstefnu eða fylgja utanríkisstefnu ráðandi ríkisstjórnar. Að því sögðu þá er það val sitjandi forseta á hverjum tíma hvort og þá í hvaða mæli hann sækist eftir því að reka sín mál á alþjóðavettvangi. Velji forseti einmitt það þá verður viðkomandi sannarlega að geta fótað sig í alþjóðlegu umhverfi og lagt fram mál sín á trúverðugan hátt, að hafa málefnalega burði eins og Össur orðar það. Nýr forseti verður að sjálfsögðu að geta staðið sína vakt í samskiptum við þjóðir og gætt hagsmuna Íslands. Hæfileikar til rökræðna byggja að miklu leyti á hæfileikum til að hlusta á viðmælendur og nýta þeirra orð áfram í eigin málatilbúning. Án efa er þetta eiginleiki sem góður stjórnmálamaður býr að en er þó ekki eingöngu bundinn þeirri stétt. Þar af leiðir að sú mynd sem Össur dregur upp, að nýr forseti ætti að hafa pólitískan bakgrunn, þykir mér lítt raunhæf. Reynsla úr utanríkispólitík hlýtur jú alltaf að vera til bóta. Þó tel ég hæfileikann meiri að skilja mannlegt eðli og pólitísk ferli ásamt því að hafa skilning á mismunandi menningu ríkja. Það er haldgóður eiginleiki nýs forseta.Málskotsréttur og óvirkjaðar greinar gildandi stjórnarskrár Á málskotsréttinum eru tvær hliðar. Það að beita því valdi sem gefið er getur verið jafngilt þeirri ákvörðun að beita því ekki. Samanber ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur um að staðfesta lög um Evrópska efnahagssvæðið í stað þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Þó Ólafur Ragnar hafi virkjað málskotsréttinn í 26. grein stjórnarskrárinnar þá hefur hann ekki beitt öðrum greinum stjórnarskrárinnar sem gætu haft umtalsverð áhrif á stjórnskipun landsins. Þar má nefna 25. grein, að leggja fram fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Sama á við um 28. grein, að gefa út bráðabirgðalög. Munum að áður en Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn þá þótti hann „dautt ákvæði“ í stjórnarskránni. Það segir okkur að nýr forseti gæti nýtt ákvæði í 26. og 28. grein ef svo bæri undir. Ættu frambjóðendur að gera grein fyrir sýn sinni á þessi ákvæði.Tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá Ef við gefum okkur að ný stjórnarskrá verði að veruleika og í meginatriðum eins og tillögur Stjórnlagaráðs gera ráð fyrir, má færa rök fyrir því að um umtalsverðar breytingar á grundvelli stjórnskipunar sé að ræða. Össur rekur breytingar á hlutverki forseta varðandi tilnefningu á forsætisráðherra, þar sem forseti skal ráðfæra sig við þingflokka og þingmenn varðandi tilnefningu og síðan bera undir þingið sem kýs um tillöguna. Þó þessi nýmæli séu í tillögum Stjórnlagaráðs þá hlýtur það að vera fremur ólíklegt að forseti leggi fram tillögu um forsætisráðherra á þingi án þess að nokkuð öruggt sé að viðkomandi hljóti ríkan stuðning. Væntanlega hefur forseti gert sér svo glögga mynd af stöðu mála gegnum viðtöl við þingflokka og þingmenn. Í dag hefur forseti gott svigrúm til stjórnarmyndunar samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Það mundi ekki breytast mikið að mínu mati þó að nýjar tillögur Stjórnlagaráðs næðu fram að ganga. Því að í brothættu umhverfi þar sem annaðhvort eru til staðar fleiri möguleikar á stjórnarmeirihluta eða þá vöntun á slíku hljóta kröfur til forseta alltaf að vera miklar. Mannlegt innsæi, hæfileikar til málamiðlunar, ríkir leiðtogahæfileikar hljóta þá að vera aðkallandi. Þeir eiginleikar eru jafn mikilvægir í fari forseta nú og í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun