Af hverju mælist Trump með meira fylgi en Clinton? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 14:19 Hillary Clinton og Donald Trump munu að öllum líkindum berjast um það næstu mánuði hvort þeirra verður næsti forseti Bandaríkjanna. vísir/getty Það hefur vakið nokkra athygli að í könnun sem RealClearPolitics gerði á dögunum um fylgi þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sigldi sá síðarnefndi fram úr og mældist með 43,4 prósenta fylgi á meðan Clinton var með 43,2 prósent. Er þetta í fyrsta skipti sem Trump mælist með meira fylgi en Clinton í könnun. Hann er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins en Clinton sækist eftir útnefningu Demókrata. Í umfjöllun BBC um þessa stöðu eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Trump mælist nú hærri en Clinton í skoðanakönnun, en í fyrsta lagi er tiltekin sú staðreynd að repúblikanar virðast hafa sameinast um að styðja Trump. Þannig lítur út fyrir að almennir flokksmenn ætli að kjósa Trump þrátt fyrir að ýmsir framámenn í flokknum eins og Mitt Romney tali enn fyrir því að frekar eigi að kjósa óháðan frambjóðanda en Trump. Samkvæmt könnun Washington Post ætla 85 prósent repúblikana að kjósa Trump og könnun New York Times sýnir svipaðar tölur. Þá eru ráðandi öfl í flokknum annað hvort farin að tala með því að kjósa Trump eða hætt að láta í sér heyra, en jafnvel John McCain, sem Trump hefur gert lítið úr, ætlar að kjósa hann.Bernie Sanders etur kappi við Hillary Clinton í forvali demókrata.vísir/gettyStuðningsmenn Clinton líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt Í öðru lagi er Bernie Sanders ákveðið vandamál fyrir Clinton. Hann er enn að keppa við hana í forvali demókrata þó hann eigi í raun litla möguleika á að hljóta útnefningu flokksins og er farinn að sýna klærnar. Þannig fór hann til dæmis fram á endurtalningu í forvalinu í Kentucky þar sem Hillary hafði nauman sigur í liðinni viku. Vandamál Clinton felst þó í öðru, það er í því að stuðningsmenn Sanders virðast ekki ætla að fylkja sér á bak við Clinton. Í nýlegri skoðanakönnun sem You Gov gerði fyrir tímaritið Economist kom fram að 55 prósent stuðningsmanna Sanders ætli sér að kjósa Clinton, 15 prósent hyggjast kjósa Trump en 30 prósent segjast annað hvort ekki vita hvern þeir ætla að kjósa eða ætla að velja einhvern annan. Það ætti því ekki að koma á óvart að 72 prósent þeirra sem styðja Sanders sjá Clinton sem óheiðarlega og segja hana ekki traustsins verða. Þá sýna aðrar kannanir jafnframt að stuðningsmenn Clinton eru líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt.Trump hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum.vísir/gettyKonur og minnihlutahópar velja Clinton, karlar og hvítir Trump En það er fleira sem veldur Clinton vandræðum eins og til dæmis það hvernig mismunandi þjóðfélagshópar segjast ætla að kjósa. Þannig styðja konur og minnihlutahópar Clinton en það jafnast út því hvítir og karlmenn styðja frekar Trump. Samkvæmt könnun Washington Post styðja 57 prósent hvítra og 57 prósent karla Trump á meðan 69 prósent litaðra og 52 prósent kvenna kjósa Clinton. Þá eru erfitt að segja til um hvernig þeir kjósendur sem hvorki telja sig sem repúblikana eða demókrata munu kjósa en ef marka má kannanir nú hallast þeir frekar að Trump heldur en Clinton. Þannig segjast 48 prósent þeirra frekar ætla að kjósa hann heldur en hana. Í öllu þessu er þó vert að hafa í huga að enn er langt til þess að kosið verði til forseta í Bandaríkjunum en þær fara fram þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þannig er á það bent í umfjöllun BBC að árið 1980 mældist Jimmy Carter með meira fylgi en Ronald Reagan snemma í skoðanakönnunum og það sama var uppi á teningum árið 2008 þegar John McCain atti kappi við Barack Obama. Það er því langt því frá öruggt að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna en það er sannarlega áhugavert hversu mikla keppni hann veitir Clinton miðað við það hversu margir afskrifuðu hann þegar hann bauð sig upphaflega fram í forvali repúblikana. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að í könnun sem RealClearPolitics gerði á dögunum um fylgi þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sigldi sá síðarnefndi fram úr og mældist með 43,4 prósenta fylgi á meðan Clinton var með 43,2 prósent. Er þetta í fyrsta skipti sem Trump mælist með meira fylgi en Clinton í könnun. Hann er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins en Clinton sækist eftir útnefningu Demókrata. Í umfjöllun BBC um þessa stöðu eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Trump mælist nú hærri en Clinton í skoðanakönnun, en í fyrsta lagi er tiltekin sú staðreynd að repúblikanar virðast hafa sameinast um að styðja Trump. Þannig lítur út fyrir að almennir flokksmenn ætli að kjósa Trump þrátt fyrir að ýmsir framámenn í flokknum eins og Mitt Romney tali enn fyrir því að frekar eigi að kjósa óháðan frambjóðanda en Trump. Samkvæmt könnun Washington Post ætla 85 prósent repúblikana að kjósa Trump og könnun New York Times sýnir svipaðar tölur. Þá eru ráðandi öfl í flokknum annað hvort farin að tala með því að kjósa Trump eða hætt að láta í sér heyra, en jafnvel John McCain, sem Trump hefur gert lítið úr, ætlar að kjósa hann.Bernie Sanders etur kappi við Hillary Clinton í forvali demókrata.vísir/gettyStuðningsmenn Clinton líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt Í öðru lagi er Bernie Sanders ákveðið vandamál fyrir Clinton. Hann er enn að keppa við hana í forvali demókrata þó hann eigi í raun litla möguleika á að hljóta útnefningu flokksins og er farinn að sýna klærnar. Þannig fór hann til dæmis fram á endurtalningu í forvalinu í Kentucky þar sem Hillary hafði nauman sigur í liðinni viku. Vandamál Clinton felst þó í öðru, það er í því að stuðningsmenn Sanders virðast ekki ætla að fylkja sér á bak við Clinton. Í nýlegri skoðanakönnun sem You Gov gerði fyrir tímaritið Economist kom fram að 55 prósent stuðningsmanna Sanders ætli sér að kjósa Clinton, 15 prósent hyggjast kjósa Trump en 30 prósent segjast annað hvort ekki vita hvern þeir ætla að kjósa eða ætla að velja einhvern annan. Það ætti því ekki að koma á óvart að 72 prósent þeirra sem styðja Sanders sjá Clinton sem óheiðarlega og segja hana ekki traustsins verða. Þá sýna aðrar kannanir jafnframt að stuðningsmenn Clinton eru líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt.Trump hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum.vísir/gettyKonur og minnihlutahópar velja Clinton, karlar og hvítir Trump En það er fleira sem veldur Clinton vandræðum eins og til dæmis það hvernig mismunandi þjóðfélagshópar segjast ætla að kjósa. Þannig styðja konur og minnihlutahópar Clinton en það jafnast út því hvítir og karlmenn styðja frekar Trump. Samkvæmt könnun Washington Post styðja 57 prósent hvítra og 57 prósent karla Trump á meðan 69 prósent litaðra og 52 prósent kvenna kjósa Clinton. Þá eru erfitt að segja til um hvernig þeir kjósendur sem hvorki telja sig sem repúblikana eða demókrata munu kjósa en ef marka má kannanir nú hallast þeir frekar að Trump heldur en Clinton. Þannig segjast 48 prósent þeirra frekar ætla að kjósa hann heldur en hana. Í öllu þessu er þó vert að hafa í huga að enn er langt til þess að kosið verði til forseta í Bandaríkjunum en þær fara fram þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þannig er á það bent í umfjöllun BBC að árið 1980 mældist Jimmy Carter með meira fylgi en Ronald Reagan snemma í skoðanakönnunum og það sama var uppi á teningum árið 2008 þegar John McCain atti kappi við Barack Obama. Það er því langt því frá öruggt að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna en það er sannarlega áhugavert hversu mikla keppni hann veitir Clinton miðað við það hversu margir afskrifuðu hann þegar hann bauð sig upphaflega fram í forvali repúblikana.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00
Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00