Sverrir Ingi er enn að átta sig á þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 06:00 Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason fór úr Pepsi-deildinni og á EM á þremur árum. Á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann frétti að hann færi á Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi. „Ég er enn að átta mig á þessu. Maður veit ekki alveg við hverju maður á að búast,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, en Fréttablaðið tók hann tali fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sverrir var alls ekki öruggur í EM-hópinn en samkeppni um miðvarðastöðurnar er mikil. „Daginn sem hópurinn var tilkynntur var ég á báðum áttum. Ég var búinn að sætta mig við hvort sem gerðist, hvort ég færi með eða þyrfti að bíta í súpa eplið í þetta skipti. En ég var það heppinn að fara að koma með þannig ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt í þessum leikjum sem ég spilaði og á æfingunum,“ segir Sverrir Ingi. „Þjálfararnir mátu þetta þannig að ég væri leikmaður sem væri nógu góður til að fara með og ég er bara hrikalega stoltur að fá að taka þátt í þessu verkefni og verð klár að mæta mínu hlutverki í hópnum hvert sem það verður.“Ólýsanlegt Landsliðsmennirnir sem voru valdir í 23 manna hópinn fengu sms frá skrifstofu KSÍ hálftíma áður en hópurinn var tilkynntur á fjölmennum blaðamannafundi í byrjun mánaðar. Sverrir Ingi fer ekkert leynt með gleði sína yfir valinu. „Þetta eru líklega bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu hingað til. Ég veit ekki hvaða fréttir eru betri en þetta. Tilfinningin var ólýsanleg. Ég er búinn að leggja ótrúlega mikið á mig. Stundum hef ég fengið gagnrýni og stundum lof þannig að ef ég lít til baka hlýt ég að hafa gert fleiri hluti rétt en rangt,“ segir Sverrir Ingi sem hafði betur í samkeppni við menn á borð við Sölva Geir Ottesen og Hólmar Örn Eyjólfsson sem báðir þurftu að bíta í súra eplið í stað Blikans. Sverrir hefur tekið stór og góð skref á ferli sínum. Eftir að hann yfirgaf Breiðablik 2013 gekk hann í raðir Viking í Noregi þar sem hann vakti mikla athygli. Belgíska liðið Lokeren keypti hann í janúar 2015 og nú, þremur árum eftir að Sverrir yfirgaf Kópavoginn, er hann kominn á EM með Íslandi.Hefur verið að spila mikið af leikjum „Ég hef verið að spila mikið af leikjum og gengið vel,“ segir Sverrir Ingi um frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er ungur að spila í sterkari deild en áður og maður hefur fengið að vera sá leikmaður sem maður vill vera og bæta sinn leik. Mér líður vel þarna þó liðinu hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel. Ég held að félaginu verði lyft á næsta þrep á næsta tímabili,“ segir Sverrir en stendur til að vera áfram hjá Lokeren? „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu en eins og staðan er í dag mæti ég aftur til æfinga hjá Lokeren eftir EM,“ segir Sverrir. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason fór úr Pepsi-deildinni og á EM á þremur árum. Á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann frétti að hann færi á Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi. „Ég er enn að átta mig á þessu. Maður veit ekki alveg við hverju maður á að búast,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, en Fréttablaðið tók hann tali fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sverrir var alls ekki öruggur í EM-hópinn en samkeppni um miðvarðastöðurnar er mikil. „Daginn sem hópurinn var tilkynntur var ég á báðum áttum. Ég var búinn að sætta mig við hvort sem gerðist, hvort ég færi með eða þyrfti að bíta í súpa eplið í þetta skipti. En ég var það heppinn að fara að koma með þannig ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt í þessum leikjum sem ég spilaði og á æfingunum,“ segir Sverrir Ingi. „Þjálfararnir mátu þetta þannig að ég væri leikmaður sem væri nógu góður til að fara með og ég er bara hrikalega stoltur að fá að taka þátt í þessu verkefni og verð klár að mæta mínu hlutverki í hópnum hvert sem það verður.“Ólýsanlegt Landsliðsmennirnir sem voru valdir í 23 manna hópinn fengu sms frá skrifstofu KSÍ hálftíma áður en hópurinn var tilkynntur á fjölmennum blaðamannafundi í byrjun mánaðar. Sverrir Ingi fer ekkert leynt með gleði sína yfir valinu. „Þetta eru líklega bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu hingað til. Ég veit ekki hvaða fréttir eru betri en þetta. Tilfinningin var ólýsanleg. Ég er búinn að leggja ótrúlega mikið á mig. Stundum hef ég fengið gagnrýni og stundum lof þannig að ef ég lít til baka hlýt ég að hafa gert fleiri hluti rétt en rangt,“ segir Sverrir Ingi sem hafði betur í samkeppni við menn á borð við Sölva Geir Ottesen og Hólmar Örn Eyjólfsson sem báðir þurftu að bíta í súra eplið í stað Blikans. Sverrir hefur tekið stór og góð skref á ferli sínum. Eftir að hann yfirgaf Breiðablik 2013 gekk hann í raðir Viking í Noregi þar sem hann vakti mikla athygli. Belgíska liðið Lokeren keypti hann í janúar 2015 og nú, þremur árum eftir að Sverrir yfirgaf Kópavoginn, er hann kominn á EM með Íslandi.Hefur verið að spila mikið af leikjum „Ég hef verið að spila mikið af leikjum og gengið vel,“ segir Sverrir Ingi um frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er ungur að spila í sterkari deild en áður og maður hefur fengið að vera sá leikmaður sem maður vill vera og bæta sinn leik. Mér líður vel þarna þó liðinu hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel. Ég held að félaginu verði lyft á næsta þrep á næsta tímabili,“ segir Sverrir en stendur til að vera áfram hjá Lokeren? „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu en eins og staðan er í dag mæti ég aftur til æfinga hjá Lokeren eftir EM,“ segir Sverrir.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira