Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 18:45 Bernie Sanders hét því eftir fund sinn með forsetanum Barack Obama að vinna með Hillary Clinton til þess að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Sanders bauð sig fram í að verða forsetaefni Demókrata á móti Hillary Clinton en hún hefur nú tryggt sér nægan fjölda fulltrúa til þess að verða réttkjörinn forsetaframbjóðandi fyrir Demókrata. Þrátt fyrir þetta ætlar Sanders ekki að hætta baráttunni ennþá. Næst verða kosningar í Washington DC og stefnir Sanders alla leið í þeim. Sanders og Obama, sem kemur einnig úr röðum Demókrata, funduðu í klukkustund og eftir fundinn veitti Sanders viðtal. Þar sagðist hann ætla að vinna af öllum mætti með Demókrötum til þess að sigra Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana. Hann sagði að það yrði hörmulegt ef Trump yrði forseti. „Ég hlakka til að hitta Clinton bráðlega og skoða hvernig við getum unnið saman að því að sigra Donald Trump og skapa ríkisstjórn sem mun standa fyrir okkur öll en ekki bara efsta prósentið,“ sagði Sanders. Sanders þakkaði bæði Obama og varaforsetanum Joe Biden fyrir að sýna hlutleysi í forkosningunum. „Þeir sögðu í upphafi að þeir myndu ekki leggja þumal sinn á vogarskálarnar og þeir stóðu við þau orð sín. Ég kann mikið að meta það,“ sagði Sanders. Hann sagðist jafnframt búast við því að það yrði mjótt á munum í kosningum meðal Demókrata í Washington DC. Hann sagði fyrir þremur dögum þegar ljóst var orðið að Clinton væri kominn með tilskilinn fjölda fulltrúa að hann hyggðist ekki hætta fyrr en í fulla hnefana. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00 Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00 Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bernie Sanders hét því eftir fund sinn með forsetanum Barack Obama að vinna með Hillary Clinton til þess að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Sanders bauð sig fram í að verða forsetaefni Demókrata á móti Hillary Clinton en hún hefur nú tryggt sér nægan fjölda fulltrúa til þess að verða réttkjörinn forsetaframbjóðandi fyrir Demókrata. Þrátt fyrir þetta ætlar Sanders ekki að hætta baráttunni ennþá. Næst verða kosningar í Washington DC og stefnir Sanders alla leið í þeim. Sanders og Obama, sem kemur einnig úr röðum Demókrata, funduðu í klukkustund og eftir fundinn veitti Sanders viðtal. Þar sagðist hann ætla að vinna af öllum mætti með Demókrötum til þess að sigra Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana. Hann sagði að það yrði hörmulegt ef Trump yrði forseti. „Ég hlakka til að hitta Clinton bráðlega og skoða hvernig við getum unnið saman að því að sigra Donald Trump og skapa ríkisstjórn sem mun standa fyrir okkur öll en ekki bara efsta prósentið,“ sagði Sanders. Sanders þakkaði bæði Obama og varaforsetanum Joe Biden fyrir að sýna hlutleysi í forkosningunum. „Þeir sögðu í upphafi að þeir myndu ekki leggja þumal sinn á vogarskálarnar og þeir stóðu við þau orð sín. Ég kann mikið að meta það,“ sagði Sanders. Hann sagðist jafnframt búast við því að það yrði mjótt á munum í kosningum meðal Demókrata í Washington DC. Hann sagði fyrir þremur dögum þegar ljóst var orðið að Clinton væri kominn með tilskilinn fjölda fulltrúa að hann hyggðist ekki hætta fyrr en í fulla hnefana.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00 Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00 Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00
Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00
Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00