EM: Einu sinni verður allt fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 09:00 Íslenska karlalandsliðið mun stíga sín fyrstu spor á stórmóti á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og íslensku strákarnir munu þar upplifa mjög margt í fyrsta sinn. Fréttablaðið kannaði hvaða íslensku landsliðsmenn voru fyrstir til þess að gera hlutina á fyrstu hálfu öld Íslands í undankeppni EM. Þrettán leikmenn íslenska karlalandsliðsins í gegnum tíðina eiga það sameiginlegt að hafa verið á undan öllum öðrum íslenskum landsliðsmönnum í undankeppnum Íslands fyrir Evrópumót landsliða í fótbolta. Ísland komst loks á EM í tólftu tilraun og vonandi ná strákarnir okkar mörgum nýjum takmörkum á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá öll þessi söguleg skref íslenskra landsliðsmanna á fyrstu 54 árum Íslands í undankeppni Evrópumóts landsliða.Fyrsta markið Ríkharður Jónsson á móti Írlandi 12. ágúst 1962 Ríkharður Jónsson skoraði fyrsta mark Íslands í EM og kom það í fyrsta leik liðsins sem var á móti Írum í Dublin. Markið skoraði Ríkharður á 37. mínútu með skoti út teignum eftir að hafa unnið návígi. Hann jafnaði þarna leikinn í 1-1 og átti síðan eftir að skora annað mark og minnka muninn í 4-2 sex mínútum fyrir leikslok.Fyrsta stoðsendingin Þórólfur Beck á móti Írlandi 12. ágúst 1962 Þórólfur Beck var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu í fyrsta leiknum á EM en hann kom til móts við liðið frá Dublin þar sem hann spilaði með St. Mirren. Þórólfur stýrði boltanum til Ríkharðs eftir að hafa fengið boltann frá Skúla Ágústssyni. Sveinn Jónsson lagði upp hitt mark Ríkharðs í leiknum.Fyrsta gula spjaldið Teitur Þórðarson á móti Belgum 8. september 1974 Teitur Þórðarson var fyrstur Íslendinga til að fara í bókina en hann fékk áminningu í leik á móti Belgum á Laugardalsvellinum haustið 1974. Þetta var fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 1976 og eina spjaldið sem fór á loft þetta sunnudagskvöld í Laugardalnum. „Teitur barðist af krafti – stundum fullmiklum krafti,“ sagði í umfjöllun um Teit í Vísi eftir leikinn.Fyrsti varamaðurinn Matthías Hallgrímsson á móti Belgum 8. september 1974 Matthías Hallgrímsson var fyrsti varamaður íslenska liðsins í undankeppni EM en engar skiptingar voru í fyrstu undankeppninni. Matthías kom inn á fyrir Ásgeir Elíasson á 77. mínútu í leik á móti Belgum á Laugardalsvellinum en þjálfari íslenska liðsins í leiknum var Tony Knapp. Matthías var kominn í byrjunarliðið í næsta leik og skoraði þá mark Íslands í 1-1 jafntefli í Austur-Þýskalandi.Fyrstur til að halda hreinu Sigurður Dagsson á móti Frakklandi 25. maí 1975 Ísland hélt fyrst hreinu í sínum fimmta leik í undankeppni EM en hann var á móti Frakklandi á Laugardalsvelli vorið 1975. Í markinu stóð Sigurður Dagsson, markvörður Vals, og faðir Dags Sigurðssonar, landsliðsþjálfara Þjóðverja í handbolta. „Kempan Sigurður Dagsson enn einu sinni frábær í marki,“ stóð í umfjöllun um leikinn í Vísi. Sigurður sem var þarna þrítugur var að spila sinn fyrsta landsleik frá 1972 eða í rétt tæp þrjú ár.Fyrstu mörkin í sigurleik Jóhannes Eðvaldsson og Ásgeir Sigurvinsson á móti Austur-Þýskalandi 5. júní 1975 Ísland vann sinn fyrsta sigur í undankeppni EM á móti Austur-Þýskalandi á Laugardalsvellinum 5. júní 1975. Jóhannes Eðvaldsson skoraði fyrra markið strax á 19. mínútu með glæsilegri hjólhestaspyrnu og Ásgeir Sigurvinsson kom Íslandi síðan í 2-0 á 30. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark Sigurðar Dagssonar markvarðar. Austur-þýska liðið minnkaði muninn í seinni hálfleik en íslenska liðið fagnaði tímamótasigri.Fyrsta fiskaða vítaspyrnan Pétur Pétursson á móti Austur-Þýskalandi 4. október 1978 Pétur Pétursson var bæði fyrstur til að fá vítaspyrnu og skora úr vítaspyrnu í útileik á móti Austur-Þýskalandi í undankeppni EM 1980. Pétur fékk stungusendingu á 15. mínútu og var brugðið illa. Hann skoraði af öryggi og jafnaði metin í 1-1 en Austur-Þjóðverjar unnu leikinn á endanum 3-1.Fyrsta rauða spjaldið Pétur Arnþórsson á móti Noregi 23. september 1987 Framarinn Pétur Arnþórsson var fyrstur til að vera rekinn snemma í sturtu en hann fékk þá tvö gul spjöld í 1-0 sigurleik Íslands í Ósló í undankeppni EM 1988. Fyrra spjaldið fékk hann á 40. mínútu fyrir brot en það seinna á 87. mínútu var klaufalegt en hann sparkaði þá boltanum í burtu eftir að dæmd hefði verið aukaspyrna. „Þetta var náttúrulega bara rugl. Fyrir það fyrsta átti ég aldrei að fá gult spjald fyrir þetta sakleysislega brot í fyrri hálfleik og í öðru lagi þá er fáránlegt að gefa rautt spjald fyrir það sem ég gerði,“ sagði Pétur í viðtali við Morgunblaðið eftir leik.Fyrsta skallamarkið Atli Eðvaldsson á móti Albaníu 30. maí 1990 Fyrsta skallamarkið kom ekki fyrr en í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 1992 þegar íslensku strákarnir unnu 2-0 sigur á Albönum í Laugardalnum. Atli skoraði seinna markið á 86. mínútu með skutluskalla eftir fyrirgjöf frá Sigurði Grétarssyni. „Það var gamla markagræðgin sem kom upp í mér þarna undir lokin. Síðan kom þessi glæsilega sending frá Sigga Gétars, boltinn sveif yfir varnarmennina og ég átti auðvelt með að skalla hann í netið,“ sagði Atli við DV eftir leik. Fyrsti varamaðurinn sem skorar Eyjólfur Sverrisson á móti Frakklandi 20. nóvember 1991 Eyjólfur var fyrstur til að skora eftir að hafa komið inn á sem varamaður en minnkaði muninn i 3-1 tapi á móti Frökkum í París með glæsilegu skoti fimmtán mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. „Ég var að sjálfsögðu svekktur yfir því að sitja á bekknum. Annars hefði ég ekkert að gera hér,“ sagði Eyjólfur við Morgunblaðið sem spurði líka þjálfarann. „Nei, ég sé ekki eftir því að hafa látið Eyjólf sitja á bekknum. Ég sagði fyrir leikinn að ég ætlaði að skoða Guðmund Torfason. En Eyjólfur stóð sig mjög vel – og hefur gert það síðustu leikjum,“ sagði Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið eftir leikinn.Fyrsta markið beint úr aukaspyrnu Arnar Gunnlaugsson á móti Svíþjóð 1. júní 1995 Arnar Gunnlaugsson, þá 22 ára gamall, kom Íslandi í 1-0 á móti Svíum í Stokkhólmi með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi strax á 3. mínútu. „Þetta var besta mark mitt á ferlinum. Ég hef aldrei áður skorað úr aukaspyrnu og hjá Nürnberg fæ ég ekki einu sinni að taka þær. Kannski breytist það núna,“ sagði Arnar við sænsku TT-fréttastofuna eftir leikinn.Fyrsta sjálfsmarkið Ríkharður Daðason á móti Frakklandi 9. október 1999 Ríkharður Daðason skoraði skallamörk í báðum leikjunum á móti Frökkum í undankeppni EM 2000 en því miður aðeins í rétt mark í öðrum þeirra. Eftir að hafa skorað með skalla framhjá Fabien Barthez í marki Frakka á Laugardalsvellinum í fyrri leiknum varð Ríkharður fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark í seinni leiknum á Stade De France. „Það var svekkjandi að skora sjálfsmark en það má ekki láta slík atriði fara á sálina. Ég sá ekki boltann,“ sagði Ríkharður í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mun stíga sín fyrstu spor á stórmóti á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og íslensku strákarnir munu þar upplifa mjög margt í fyrsta sinn. Fréttablaðið kannaði hvaða íslensku landsliðsmenn voru fyrstir til þess að gera hlutina á fyrstu hálfu öld Íslands í undankeppni EM. Þrettán leikmenn íslenska karlalandsliðsins í gegnum tíðina eiga það sameiginlegt að hafa verið á undan öllum öðrum íslenskum landsliðsmönnum í undankeppnum Íslands fyrir Evrópumót landsliða í fótbolta. Ísland komst loks á EM í tólftu tilraun og vonandi ná strákarnir okkar mörgum nýjum takmörkum á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá öll þessi söguleg skref íslenskra landsliðsmanna á fyrstu 54 árum Íslands í undankeppni Evrópumóts landsliða.Fyrsta markið Ríkharður Jónsson á móti Írlandi 12. ágúst 1962 Ríkharður Jónsson skoraði fyrsta mark Íslands í EM og kom það í fyrsta leik liðsins sem var á móti Írum í Dublin. Markið skoraði Ríkharður á 37. mínútu með skoti út teignum eftir að hafa unnið návígi. Hann jafnaði þarna leikinn í 1-1 og átti síðan eftir að skora annað mark og minnka muninn í 4-2 sex mínútum fyrir leikslok.Fyrsta stoðsendingin Þórólfur Beck á móti Írlandi 12. ágúst 1962 Þórólfur Beck var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu í fyrsta leiknum á EM en hann kom til móts við liðið frá Dublin þar sem hann spilaði með St. Mirren. Þórólfur stýrði boltanum til Ríkharðs eftir að hafa fengið boltann frá Skúla Ágústssyni. Sveinn Jónsson lagði upp hitt mark Ríkharðs í leiknum.Fyrsta gula spjaldið Teitur Þórðarson á móti Belgum 8. september 1974 Teitur Þórðarson var fyrstur Íslendinga til að fara í bókina en hann fékk áminningu í leik á móti Belgum á Laugardalsvellinum haustið 1974. Þetta var fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 1976 og eina spjaldið sem fór á loft þetta sunnudagskvöld í Laugardalnum. „Teitur barðist af krafti – stundum fullmiklum krafti,“ sagði í umfjöllun um Teit í Vísi eftir leikinn.Fyrsti varamaðurinn Matthías Hallgrímsson á móti Belgum 8. september 1974 Matthías Hallgrímsson var fyrsti varamaður íslenska liðsins í undankeppni EM en engar skiptingar voru í fyrstu undankeppninni. Matthías kom inn á fyrir Ásgeir Elíasson á 77. mínútu í leik á móti Belgum á Laugardalsvellinum en þjálfari íslenska liðsins í leiknum var Tony Knapp. Matthías var kominn í byrjunarliðið í næsta leik og skoraði þá mark Íslands í 1-1 jafntefli í Austur-Þýskalandi.Fyrstur til að halda hreinu Sigurður Dagsson á móti Frakklandi 25. maí 1975 Ísland hélt fyrst hreinu í sínum fimmta leik í undankeppni EM en hann var á móti Frakklandi á Laugardalsvelli vorið 1975. Í markinu stóð Sigurður Dagsson, markvörður Vals, og faðir Dags Sigurðssonar, landsliðsþjálfara Þjóðverja í handbolta. „Kempan Sigurður Dagsson enn einu sinni frábær í marki,“ stóð í umfjöllun um leikinn í Vísi. Sigurður sem var þarna þrítugur var að spila sinn fyrsta landsleik frá 1972 eða í rétt tæp þrjú ár.Fyrstu mörkin í sigurleik Jóhannes Eðvaldsson og Ásgeir Sigurvinsson á móti Austur-Þýskalandi 5. júní 1975 Ísland vann sinn fyrsta sigur í undankeppni EM á móti Austur-Þýskalandi á Laugardalsvellinum 5. júní 1975. Jóhannes Eðvaldsson skoraði fyrra markið strax á 19. mínútu með glæsilegri hjólhestaspyrnu og Ásgeir Sigurvinsson kom Íslandi síðan í 2-0 á 30. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark Sigurðar Dagssonar markvarðar. Austur-þýska liðið minnkaði muninn í seinni hálfleik en íslenska liðið fagnaði tímamótasigri.Fyrsta fiskaða vítaspyrnan Pétur Pétursson á móti Austur-Þýskalandi 4. október 1978 Pétur Pétursson var bæði fyrstur til að fá vítaspyrnu og skora úr vítaspyrnu í útileik á móti Austur-Þýskalandi í undankeppni EM 1980. Pétur fékk stungusendingu á 15. mínútu og var brugðið illa. Hann skoraði af öryggi og jafnaði metin í 1-1 en Austur-Þjóðverjar unnu leikinn á endanum 3-1.Fyrsta rauða spjaldið Pétur Arnþórsson á móti Noregi 23. september 1987 Framarinn Pétur Arnþórsson var fyrstur til að vera rekinn snemma í sturtu en hann fékk þá tvö gul spjöld í 1-0 sigurleik Íslands í Ósló í undankeppni EM 1988. Fyrra spjaldið fékk hann á 40. mínútu fyrir brot en það seinna á 87. mínútu var klaufalegt en hann sparkaði þá boltanum í burtu eftir að dæmd hefði verið aukaspyrna. „Þetta var náttúrulega bara rugl. Fyrir það fyrsta átti ég aldrei að fá gult spjald fyrir þetta sakleysislega brot í fyrri hálfleik og í öðru lagi þá er fáránlegt að gefa rautt spjald fyrir það sem ég gerði,“ sagði Pétur í viðtali við Morgunblaðið eftir leik.Fyrsta skallamarkið Atli Eðvaldsson á móti Albaníu 30. maí 1990 Fyrsta skallamarkið kom ekki fyrr en í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 1992 þegar íslensku strákarnir unnu 2-0 sigur á Albönum í Laugardalnum. Atli skoraði seinna markið á 86. mínútu með skutluskalla eftir fyrirgjöf frá Sigurði Grétarssyni. „Það var gamla markagræðgin sem kom upp í mér þarna undir lokin. Síðan kom þessi glæsilega sending frá Sigga Gétars, boltinn sveif yfir varnarmennina og ég átti auðvelt með að skalla hann í netið,“ sagði Atli við DV eftir leik. Fyrsti varamaðurinn sem skorar Eyjólfur Sverrisson á móti Frakklandi 20. nóvember 1991 Eyjólfur var fyrstur til að skora eftir að hafa komið inn á sem varamaður en minnkaði muninn i 3-1 tapi á móti Frökkum í París með glæsilegu skoti fimmtán mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. „Ég var að sjálfsögðu svekktur yfir því að sitja á bekknum. Annars hefði ég ekkert að gera hér,“ sagði Eyjólfur við Morgunblaðið sem spurði líka þjálfarann. „Nei, ég sé ekki eftir því að hafa látið Eyjólf sitja á bekknum. Ég sagði fyrir leikinn að ég ætlaði að skoða Guðmund Torfason. En Eyjólfur stóð sig mjög vel – og hefur gert það síðustu leikjum,“ sagði Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið eftir leikinn.Fyrsta markið beint úr aukaspyrnu Arnar Gunnlaugsson á móti Svíþjóð 1. júní 1995 Arnar Gunnlaugsson, þá 22 ára gamall, kom Íslandi í 1-0 á móti Svíum í Stokkhólmi með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi strax á 3. mínútu. „Þetta var besta mark mitt á ferlinum. Ég hef aldrei áður skorað úr aukaspyrnu og hjá Nürnberg fæ ég ekki einu sinni að taka þær. Kannski breytist það núna,“ sagði Arnar við sænsku TT-fréttastofuna eftir leikinn.Fyrsta sjálfsmarkið Ríkharður Daðason á móti Frakklandi 9. október 1999 Ríkharður Daðason skoraði skallamörk í báðum leikjunum á móti Frökkum í undankeppni EM 2000 en því miður aðeins í rétt mark í öðrum þeirra. Eftir að hafa skorað með skalla framhjá Fabien Barthez í marki Frakka á Laugardalsvellinum í fyrri leiknum varð Ríkharður fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark í seinni leiknum á Stade De France. „Það var svekkjandi að skora sjálfsmark en það má ekki láta slík atriði fara á sálina. Ég sá ekki boltann,“ sagði Ríkharður í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira