Mánudagskvöldið þegar Íslandsmetin skulfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 08:43 Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir. Mynd/Frjálsíþróttsamband Íslands Íslenskt frjálsíþróttafólk lét heldur betur mikið af sér kveða á erlendri grundu í gærkvöldi og þrjú Íslandsmet voru í hættu. Frjálsíþróttasamband Íslands kemst svo að orði á fésbókarsíðu sinni að Íslandsmetin hafi hreinlega skolfið í gærkvöldi. Íþróttafólkið okkar sem ógnaði Íslandsmetunum í gær var spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og hlaupdrottningin Aníta Hinriksdóttir. Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir voru báðar nálægt sínum eigin Íslandsmetum en Kolbeinn Höður var ótrúlega nálægt Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar. Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti í Prag í Tékklandi með því að koma í mark á 2:00,54 mínútum en hún var aðeins 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 61,37 metra á sama móti í Prag í Tékklandi sem dugði henni í þriðja sæti og var aðeins 1,40 metrum frá Íslandsmeti hennar. Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark á 21,19 sekúndum í 200 metra hlaupi á móti í Skara í Svíþjóð enn það er aðeins 2/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar frá 1996. Kolbeinn Höður setti engu að síður piltamet í flokki 20 til 22 ára og hann fór upp um tvö sæti á listanum yfir besta tíma Íslendings í 200 metra hlaupi. Kolbeinn Höður komst upp fyrir þá Vilmundur Vilhjálmsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson með þessu frábæra hlaupi sínu í gær. Tveir aðrir strákar minntu líka á sig í gær og eru báðir komnir í hóp þeirra bestu í sínum greinum. Ari Bragi Kárason náði sínum besta árangri í 200 metra hlaupi á á sama móti og Kolbeinn Höður þegar hann kom í mark á tímanum 21,43 sekúndur. Ari Bragi hoppar með því úr 14. sæti og upp í sæti númer sex á afrekalista Íslendingar. Stefán Velemir kastaði kúlunni 18,41 metra á Coca Cola móti FH innanhús og bætti eigið piltamet í flokki 20 til 22 ára um 80 sentímetra. Stefán er í 5. sæti Íslendinga innanhúss í kúluvarpi. Það er ljóst á þessu að frjálsíþróttasumarið byrjar vel og því verður skemmtilegt að sjá hvort þetta frábæra íþróttafólk geti fylgt þessu eftir og náð enn betri árangri í sumar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Íslenskt frjálsíþróttafólk lét heldur betur mikið af sér kveða á erlendri grundu í gærkvöldi og þrjú Íslandsmet voru í hættu. Frjálsíþróttasamband Íslands kemst svo að orði á fésbókarsíðu sinni að Íslandsmetin hafi hreinlega skolfið í gærkvöldi. Íþróttafólkið okkar sem ógnaði Íslandsmetunum í gær var spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og hlaupdrottningin Aníta Hinriksdóttir. Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir voru báðar nálægt sínum eigin Íslandsmetum en Kolbeinn Höður var ótrúlega nálægt Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar. Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti í Prag í Tékklandi með því að koma í mark á 2:00,54 mínútum en hún var aðeins 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 61,37 metra á sama móti í Prag í Tékklandi sem dugði henni í þriðja sæti og var aðeins 1,40 metrum frá Íslandsmeti hennar. Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark á 21,19 sekúndum í 200 metra hlaupi á móti í Skara í Svíþjóð enn það er aðeins 2/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar frá 1996. Kolbeinn Höður setti engu að síður piltamet í flokki 20 til 22 ára og hann fór upp um tvö sæti á listanum yfir besta tíma Íslendings í 200 metra hlaupi. Kolbeinn Höður komst upp fyrir þá Vilmundur Vilhjálmsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson með þessu frábæra hlaupi sínu í gær. Tveir aðrir strákar minntu líka á sig í gær og eru báðir komnir í hóp þeirra bestu í sínum greinum. Ari Bragi Kárason náði sínum besta árangri í 200 metra hlaupi á á sama móti og Kolbeinn Höður þegar hann kom í mark á tímanum 21,43 sekúndur. Ari Bragi hoppar með því úr 14. sæti og upp í sæti númer sex á afrekalista Íslendingar. Stefán Velemir kastaði kúlunni 18,41 metra á Coca Cola móti FH innanhús og bætti eigið piltamet í flokki 20 til 22 ára um 80 sentímetra. Stefán er í 5. sæti Íslendinga innanhúss í kúluvarpi. Það er ljóst á þessu að frjálsíþróttasumarið byrjar vel og því verður skemmtilegt að sjá hvort þetta frábæra íþróttafólk geti fylgt þessu eftir og náð enn betri árangri í sumar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti