Mánudagskvöldið þegar Íslandsmetin skulfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 08:43 Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir. Mynd/Frjálsíþróttsamband Íslands Íslenskt frjálsíþróttafólk lét heldur betur mikið af sér kveða á erlendri grundu í gærkvöldi og þrjú Íslandsmet voru í hættu. Frjálsíþróttasamband Íslands kemst svo að orði á fésbókarsíðu sinni að Íslandsmetin hafi hreinlega skolfið í gærkvöldi. Íþróttafólkið okkar sem ógnaði Íslandsmetunum í gær var spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og hlaupdrottningin Aníta Hinriksdóttir. Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir voru báðar nálægt sínum eigin Íslandsmetum en Kolbeinn Höður var ótrúlega nálægt Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar. Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti í Prag í Tékklandi með því að koma í mark á 2:00,54 mínútum en hún var aðeins 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 61,37 metra á sama móti í Prag í Tékklandi sem dugði henni í þriðja sæti og var aðeins 1,40 metrum frá Íslandsmeti hennar. Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark á 21,19 sekúndum í 200 metra hlaupi á móti í Skara í Svíþjóð enn það er aðeins 2/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar frá 1996. Kolbeinn Höður setti engu að síður piltamet í flokki 20 til 22 ára og hann fór upp um tvö sæti á listanum yfir besta tíma Íslendings í 200 metra hlaupi. Kolbeinn Höður komst upp fyrir þá Vilmundur Vilhjálmsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson með þessu frábæra hlaupi sínu í gær. Tveir aðrir strákar minntu líka á sig í gær og eru báðir komnir í hóp þeirra bestu í sínum greinum. Ari Bragi Kárason náði sínum besta árangri í 200 metra hlaupi á á sama móti og Kolbeinn Höður þegar hann kom í mark á tímanum 21,43 sekúndur. Ari Bragi hoppar með því úr 14. sæti og upp í sæti númer sex á afrekalista Íslendingar. Stefán Velemir kastaði kúlunni 18,41 metra á Coca Cola móti FH innanhús og bætti eigið piltamet í flokki 20 til 22 ára um 80 sentímetra. Stefán er í 5. sæti Íslendinga innanhúss í kúluvarpi. Það er ljóst á þessu að frjálsíþróttasumarið byrjar vel og því verður skemmtilegt að sjá hvort þetta frábæra íþróttafólk geti fylgt þessu eftir og náð enn betri árangri í sumar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Íslenskt frjálsíþróttafólk lét heldur betur mikið af sér kveða á erlendri grundu í gærkvöldi og þrjú Íslandsmet voru í hættu. Frjálsíþróttasamband Íslands kemst svo að orði á fésbókarsíðu sinni að Íslandsmetin hafi hreinlega skolfið í gærkvöldi. Íþróttafólkið okkar sem ógnaði Íslandsmetunum í gær var spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og hlaupdrottningin Aníta Hinriksdóttir. Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir voru báðar nálægt sínum eigin Íslandsmetum en Kolbeinn Höður var ótrúlega nálægt Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar. Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti í Prag í Tékklandi með því að koma í mark á 2:00,54 mínútum en hún var aðeins 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 61,37 metra á sama móti í Prag í Tékklandi sem dugði henni í þriðja sæti og var aðeins 1,40 metrum frá Íslandsmeti hennar. Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark á 21,19 sekúndum í 200 metra hlaupi á móti í Skara í Svíþjóð enn það er aðeins 2/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar frá 1996. Kolbeinn Höður setti engu að síður piltamet í flokki 20 til 22 ára og hann fór upp um tvö sæti á listanum yfir besta tíma Íslendings í 200 metra hlaupi. Kolbeinn Höður komst upp fyrir þá Vilmundur Vilhjálmsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson með þessu frábæra hlaupi sínu í gær. Tveir aðrir strákar minntu líka á sig í gær og eru báðir komnir í hóp þeirra bestu í sínum greinum. Ari Bragi Kárason náði sínum besta árangri í 200 metra hlaupi á á sama móti og Kolbeinn Höður þegar hann kom í mark á tímanum 21,43 sekúndur. Ari Bragi hoppar með því úr 14. sæti og upp í sæti númer sex á afrekalista Íslendingar. Stefán Velemir kastaði kúlunni 18,41 metra á Coca Cola móti FH innanhús og bætti eigið piltamet í flokki 20 til 22 ára um 80 sentímetra. Stefán er í 5. sæti Íslendinga innanhúss í kúluvarpi. Það er ljóst á þessu að frjálsíþróttasumarið byrjar vel og því verður skemmtilegt að sjá hvort þetta frábæra íþróttafólk geti fylgt þessu eftir og náð enn betri árangri í sumar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira