Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. júní 2016 06:00 Bernie Sanders lætur það ekki stöðva sig að Hillary Clinton sé nánast örugg með útnefningu. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira