James vill losna en hver getur borgað allar þessa milljónir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 15:30 James Rodríguez fagnar sigri í Meistaradeildinni með dóttur sinni Vísir/Getty Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira