Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 16:00 Aukaspyrna Cristiano Ronaldo komst ekki framhjá íslenska varnarveggnum Vísir/EPA Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira
Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira