Hagsmunum ógnað? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 14. júní 2016 06:00 Alþingi var kallað saman fyrir helgi til að setja lög á kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia. Það er auðvitað óþolandi að stjórnvöld gangi með þessum hætti þvert gegn rétti launafólks til að semja beint við sína viðsemjendur um kaup og kjör. BSRB hefur mótmælt þessum vinnubrögðum harðlega. Bandalagið telur að heppilegra hefði verið að gefa deiluaðilum svigrúm til að ná samningum án hótana eða tímamarka. Verkfallsrétturinn er varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu en stjórnvöld telja að yfirvinnubann flugumferðarstjóra hafi ógnað almannahagsmunum, sem vegi þyngra. Það er einkennilegt ef ástandið er orðið þannig að vinni flugumferðarstjórar ekki yfirvinnu sé almannahagsmunum stefnt í voða. Það er auðvitað grafalvarlegt, telji stjórnvöld að það sé staðan. Þá hlýtur næsta skrefið í þeirra viðleitni til að tryggja almannahagsmuni að vera að komast að því hverjir bera ábyrgð á því að ástandið er orðið svona og bæta úr því hið snarasta. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að stjórnvöld grípi til þess óyndisráðs að setja lög á þessa kjaradeilu, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um víðtæka sátt á vinnumarkaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á kjörtímabilinu hafa verið sett lög á skipverja um borð í Herjólfi, flugmenn, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Og nú er röðin komin að flugumferðarstjórum. Harðnandi kjaradeilur og fjöldi lagasetninga á undanförnum árum sýna að það er full ástæða til að endurskoða kerfið frá grunni. SALEK-hópurinn hefur meðal annars unnið að breytingu á kjarasamningslíkaninu með það að markmiði að færa það nær því besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Enginn veit enn hvað kemur út úr þeirri vinnu. Við vitum ekki hvort niðurstaðan verður ásættanleg fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB, önnur samtök launafólks eða viðsemjendur okkar. En við hljótum öll að sjá að núverandi ástand er ekki ásættanlegt. Við verðum að leggja okkur fram við að koma með nýja sýn og nýja aðferðafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Alþingi var kallað saman fyrir helgi til að setja lög á kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia. Það er auðvitað óþolandi að stjórnvöld gangi með þessum hætti þvert gegn rétti launafólks til að semja beint við sína viðsemjendur um kaup og kjör. BSRB hefur mótmælt þessum vinnubrögðum harðlega. Bandalagið telur að heppilegra hefði verið að gefa deiluaðilum svigrúm til að ná samningum án hótana eða tímamarka. Verkfallsrétturinn er varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu en stjórnvöld telja að yfirvinnubann flugumferðarstjóra hafi ógnað almannahagsmunum, sem vegi þyngra. Það er einkennilegt ef ástandið er orðið þannig að vinni flugumferðarstjórar ekki yfirvinnu sé almannahagsmunum stefnt í voða. Það er auðvitað grafalvarlegt, telji stjórnvöld að það sé staðan. Þá hlýtur næsta skrefið í þeirra viðleitni til að tryggja almannahagsmuni að vera að komast að því hverjir bera ábyrgð á því að ástandið er orðið svona og bæta úr því hið snarasta. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að stjórnvöld grípi til þess óyndisráðs að setja lög á þessa kjaradeilu, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um víðtæka sátt á vinnumarkaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á kjörtímabilinu hafa verið sett lög á skipverja um borð í Herjólfi, flugmenn, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Og nú er röðin komin að flugumferðarstjórum. Harðnandi kjaradeilur og fjöldi lagasetninga á undanförnum árum sýna að það er full ástæða til að endurskoða kerfið frá grunni. SALEK-hópurinn hefur meðal annars unnið að breytingu á kjarasamningslíkaninu með það að markmiði að færa það nær því besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Enginn veit enn hvað kemur út úr þeirri vinnu. Við vitum ekki hvort niðurstaðan verður ásættanleg fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB, önnur samtök launafólks eða viðsemjendur okkar. En við hljótum öll að sjá að núverandi ástand er ekki ásættanlegt. Við verðum að leggja okkur fram við að koma með nýja sýn og nýja aðferðafræði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun