Takk, Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2016 20:30 Lars Lagerback. Vísir/EPA Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. Er á einhvern hallað þegar fullyrt er að innkoma Lars Lagerbäck í íslenska knattspyrnu sé einn mikilvægasti þáttur í uppgangi og velgengni landsliðsins síðastliðin fjögur og hálft ár? Í mínum huga er það að minnsta kosti ekki svo. Eftir að Ísland eignaðist sífellt fleiri atvinnumenn í knattspyrnu og íslenska landsliðið varð meira og minna skipað leikmönnum sem hafa það að atvinnu að spila í atvinnumannaliðum í sterkum deildum var ljóst að landsliðið þurfti að fá sambærilegan mann í brúna. Er ég þar með ekki að halla á íslenska knattspyrnuþjálfara. Ekki á neinn hátt. Það er einfaldlega eitt að halda inn í starf landsliðsþjálfara með bakgrunn sem þjálfari í íslensku deildinni og svo allt annað að fá til starfa aðila sem býr yfir reynslu af alþjóðlegri knattspyrnu, ýmist með öðrum landsliðum eða félagsliðum í sterkum atvinnumannadeildum. Undir álíka málflutning hafa landsliðsmenn okkar í knattspyrnu tekið undanfarin misseri. Þrátt fyrir að þeir séu mennirnir sem halda til baráttu inni á vellinum hverju sinni og leggja allt sem þeir eiga í sölurnar, játa þeir fúslega að Lars Lagerbäck eigi stóran þátt í árangri þeirra, fyrst í undankeppni HM 2014 og svo undankeppni EM 2016. Það er einnig alveg skýrt að Lars Lagerbäck hefði aldrei náð þessum frábæra árangri í starfi sínu án þess að hafa á sínu valdi gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu á besta aldri. Þá kynslóð knattspyrnumanna sem fór með U-21 lið Íslands í úrslitakeppni EM í Danmörku árið 2011. Það var í raun stórslys að það lið hafi ekki komist í undanúrslit þeirrar keppni og þar með unnið sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum ári síðar. Liðið var einfaldlega það gott. En stór hluti A-liðsins nú býr að þeirri reynslu, þó svo að það sé erfitt að líkja því saman að keppa í lokakeppni stórmóts A-liða annars vegar og ungmennalandsliða hins vegar.Vísir/EPAHógvær og einlægur Lars Lagerbäck er 67 ára Svíi sem eftir stuttan þjálfaraferil hjá sænskum félagsliðum vann sig upp innan sænska knattspyrnusambandsins þar til hann tók við A-landsliði Svía árið 2000. Þar starfaði hann í tæpan áratug og kom Svíum inn á fimm stórmót í röð. Hann stýrði svo landsliði Nígeríu í úrslitakeppni HM 2010. Þetta eru þær upplýsingar sem blasa við þegar maður opnar Wikipedia-síðu Lagerbäcks. En ég vil miklu frekar reyna að lýsa því hvernig manneskja hann er. Að minnsta kosti hvernig hann hefur komið fyrir sjónir í þeim samskiptum sem hann hefur átt við fjölmiðla á Íslandi. Í stuttu máli hefur Lars Lagerbäck reynst fjölmiðlum mjög vel. Hann hefur ávallt gefið hverjum þeim sem óskað hefur eftir viðtali tíma og sýnt störfum fjölmiðlamanna virðingu. Hann gefur sér tíma fyrir hvert viðtal, sama hvaða fjölmiðill á í hlut – íslenskur eða erlendur. Helstu undantekningarnar kunna að vera sænsku miðlarnir, sem hafa ekki verið ofarlega á vinsældalista Lagerbäcks eftir starf hans sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Hann hefur þar að auki verið einlægur í svörum sínum. Hann keppist við að lofa leikmenn sína fyrir góða frammistöðu eftir því sem við á og gerir lítið úr sínum hlut. Ef illa fer er hann ófeiminn við að taka sökina á sig.Vísir/EPA Skýr skilaboð til leikmanna Sú ímynd sem maður hefur af honum sem þjálfara, utan frá, er að hann er með mjög skýra sýn fyrir hönd síns liðs og fylgir henni eftir. Ísland hefur spilað 4-4-2 síðan Lagerbäck tók við og þó svo að það hafi tekið sinn tíma að finna réttu blönduna af leikmönnum (Gylfi Þór Sigurðsson var prófaður í hinum ýmsu stöðum áður en hann var settur við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjuna) hefur Lagerbäck aldrei efast um þær línur sem hann hefur lagt fyrir íslenska landsliðið. Hann hefur haldið í sín gildi, sama hvað gengur á. Æfingar landsliðsins eru fastmótaðar. Landsliðsþjálfarar fá takmarkaðan tíma með sínum leikmönnum og hefur Lagerbäck lagt áherslu á að nýta þann skamma tíma í að koma sínum áherslum að og fylgja þeim eftir með endurtekningum, aftur og aftur. Hann kemur með skýr skilaboð til leikmanna og fylgir þeim svo ítrekað eftir. Rúnar Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, sagði við mig í viðtali fyrir vináttulandsleik Noregs og Íslands í síðustu viku að Lagerbäck ætti langstærstan hlut í uppgangi íslenska liðsins. Eitt væri að vera með góða leikmenn á sínum snærum en það þyrfti ávallt að stjórna þeim. „Miðað við þau kynni sem maður hefur af Lars þá er allt þaulskipulagt. Hann breytir engu, lætur liðið alltaf spila nákvæmlega sama leikinn og leikmenn vita því nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Hann lætur liðið æfa vel og það sést að það er virkilega vel farið yfir alla þætti. Menn eru agaðir í þeirri vinnu. Þannig næst árangur,“ hafði Rúnar að segja um störf Lagerbäcks. Stærsta stund Lagerbäcks með íslenska landsliðinu er vonandi ekki enn runnin upp. Hann lætur af störfum hjá KSÍ eftir að Evrópumótinu lýkur í Frakklandi og er óskandi að kveðjustundin verði viðeigandi og lýsandi fyrir störf hans sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.Þessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér.Vísir/EPA EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. Er á einhvern hallað þegar fullyrt er að innkoma Lars Lagerbäck í íslenska knattspyrnu sé einn mikilvægasti þáttur í uppgangi og velgengni landsliðsins síðastliðin fjögur og hálft ár? Í mínum huga er það að minnsta kosti ekki svo. Eftir að Ísland eignaðist sífellt fleiri atvinnumenn í knattspyrnu og íslenska landsliðið varð meira og minna skipað leikmönnum sem hafa það að atvinnu að spila í atvinnumannaliðum í sterkum deildum var ljóst að landsliðið þurfti að fá sambærilegan mann í brúna. Er ég þar með ekki að halla á íslenska knattspyrnuþjálfara. Ekki á neinn hátt. Það er einfaldlega eitt að halda inn í starf landsliðsþjálfara með bakgrunn sem þjálfari í íslensku deildinni og svo allt annað að fá til starfa aðila sem býr yfir reynslu af alþjóðlegri knattspyrnu, ýmist með öðrum landsliðum eða félagsliðum í sterkum atvinnumannadeildum. Undir álíka málflutning hafa landsliðsmenn okkar í knattspyrnu tekið undanfarin misseri. Þrátt fyrir að þeir séu mennirnir sem halda til baráttu inni á vellinum hverju sinni og leggja allt sem þeir eiga í sölurnar, játa þeir fúslega að Lars Lagerbäck eigi stóran þátt í árangri þeirra, fyrst í undankeppni HM 2014 og svo undankeppni EM 2016. Það er einnig alveg skýrt að Lars Lagerbäck hefði aldrei náð þessum frábæra árangri í starfi sínu án þess að hafa á sínu valdi gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu á besta aldri. Þá kynslóð knattspyrnumanna sem fór með U-21 lið Íslands í úrslitakeppni EM í Danmörku árið 2011. Það var í raun stórslys að það lið hafi ekki komist í undanúrslit þeirrar keppni og þar með unnið sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum ári síðar. Liðið var einfaldlega það gott. En stór hluti A-liðsins nú býr að þeirri reynslu, þó svo að það sé erfitt að líkja því saman að keppa í lokakeppni stórmóts A-liða annars vegar og ungmennalandsliða hins vegar.Vísir/EPAHógvær og einlægur Lars Lagerbäck er 67 ára Svíi sem eftir stuttan þjálfaraferil hjá sænskum félagsliðum vann sig upp innan sænska knattspyrnusambandsins þar til hann tók við A-landsliði Svía árið 2000. Þar starfaði hann í tæpan áratug og kom Svíum inn á fimm stórmót í röð. Hann stýrði svo landsliði Nígeríu í úrslitakeppni HM 2010. Þetta eru þær upplýsingar sem blasa við þegar maður opnar Wikipedia-síðu Lagerbäcks. En ég vil miklu frekar reyna að lýsa því hvernig manneskja hann er. Að minnsta kosti hvernig hann hefur komið fyrir sjónir í þeim samskiptum sem hann hefur átt við fjölmiðla á Íslandi. Í stuttu máli hefur Lars Lagerbäck reynst fjölmiðlum mjög vel. Hann hefur ávallt gefið hverjum þeim sem óskað hefur eftir viðtali tíma og sýnt störfum fjölmiðlamanna virðingu. Hann gefur sér tíma fyrir hvert viðtal, sama hvaða fjölmiðill á í hlut – íslenskur eða erlendur. Helstu undantekningarnar kunna að vera sænsku miðlarnir, sem hafa ekki verið ofarlega á vinsældalista Lagerbäcks eftir starf hans sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Hann hefur þar að auki verið einlægur í svörum sínum. Hann keppist við að lofa leikmenn sína fyrir góða frammistöðu eftir því sem við á og gerir lítið úr sínum hlut. Ef illa fer er hann ófeiminn við að taka sökina á sig.Vísir/EPA Skýr skilaboð til leikmanna Sú ímynd sem maður hefur af honum sem þjálfara, utan frá, er að hann er með mjög skýra sýn fyrir hönd síns liðs og fylgir henni eftir. Ísland hefur spilað 4-4-2 síðan Lagerbäck tók við og þó svo að það hafi tekið sinn tíma að finna réttu blönduna af leikmönnum (Gylfi Þór Sigurðsson var prófaður í hinum ýmsu stöðum áður en hann var settur við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjuna) hefur Lagerbäck aldrei efast um þær línur sem hann hefur lagt fyrir íslenska landsliðið. Hann hefur haldið í sín gildi, sama hvað gengur á. Æfingar landsliðsins eru fastmótaðar. Landsliðsþjálfarar fá takmarkaðan tíma með sínum leikmönnum og hefur Lagerbäck lagt áherslu á að nýta þann skamma tíma í að koma sínum áherslum að og fylgja þeim eftir með endurtekningum, aftur og aftur. Hann kemur með skýr skilaboð til leikmanna og fylgir þeim svo ítrekað eftir. Rúnar Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, sagði við mig í viðtali fyrir vináttulandsleik Noregs og Íslands í síðustu viku að Lagerbäck ætti langstærstan hlut í uppgangi íslenska liðsins. Eitt væri að vera með góða leikmenn á sínum snærum en það þyrfti ávallt að stjórna þeim. „Miðað við þau kynni sem maður hefur af Lars þá er allt þaulskipulagt. Hann breytir engu, lætur liðið alltaf spila nákvæmlega sama leikinn og leikmenn vita því nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Hann lætur liðið æfa vel og það sést að það er virkilega vel farið yfir alla þætti. Menn eru agaðir í þeirri vinnu. Þannig næst árangur,“ hafði Rúnar að segja um störf Lagerbäcks. Stærsta stund Lagerbäcks með íslenska landsliðinu er vonandi ekki enn runnin upp. Hann lætur af störfum hjá KSÍ eftir að Evrópumótinu lýkur í Frakklandi og er óskandi að kveðjustundin verði viðeigandi og lýsandi fyrir störf hans sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.Þessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér.Vísir/EPA
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira