Vilja skjótan skilnað Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Farage og Juncker á Evrópuþingi í gær þar sem hitnaði í kolunum. Mynd/EPA Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann. Brexit Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann.
Brexit Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira