Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2016 19:45 Sex markaskorarar Ísland á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. Áður höfðu þeir Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skorað fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Sex leikmenn hafa skorað þessi sex mörk íslenska liðsins en þeir eru allir auðvitað að keppa á sínu fyrsta EM og sínu fyrsta stórmóti. 26 prósent af mönnunum í íslenska hópnum hafa því kynnst þeirri tilfinningu að skora á stóra sviðinu. Birkir Bjarnason jafnaði metin á móti Portúgal, Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir á móti Ungverjalandi, Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir á móti Austurríki og Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á móti Austurríki. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin á móti Englandi í sextán liða úrslitunum og Kolbeinn Sigþórsson kom íslenska liðinu síðan yfir. Það eru aðeins Belgar sem hafa eignast fleiri markaskorara á Evrópumótinu til þessa en sjö Belgíumenn hafa skorað á EM í Frakklandi. Belgarnir sem hafa skorað eru þeir: Romelu Lukaku (2 mörk), Toby Alderweireld, Michy Batshuayi, Yannick Carrasco, Eden Hazard, Radja Nainggolan og Axel Witsel. Heimsmeistarar Þjóverja eru síðan í þriðja sæti með fimm markaskorara. Þjóðverjarnir sem hafa skorað eru Mario Gómez (2 mörk), Jérôme Boateng, Julian Draxler, Shkodran Mustafi og Bastian Schweinsteiger.Mark númer 1 Birkir Bjarnason BIRKIR BJARNASON!1-1#EMÍsland pic.twitter.com/Ugbg3XCees— Síminn (@siminn) June 14, 2016 Mark númer 2 Gylfi Þór Sigurðsson GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland #ISL #HUN https://t.co/OxotGBqTji— Síminn (@siminn) June 18, 2016 Mark númer 3 Jón Daði Böðvarsson JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 4 Arnór Ingvi Trautason 16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 5 Ragnar Sigurðsson JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Mark númer 6 Kolbeinn Sigþórsson ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! 2-1 fyrir Íslandi! Kolbeinn Sigþórsson! #EMÍsland https://t.co/HDrKzzXrMy— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. Áður höfðu þeir Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skorað fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Sex leikmenn hafa skorað þessi sex mörk íslenska liðsins en þeir eru allir auðvitað að keppa á sínu fyrsta EM og sínu fyrsta stórmóti. 26 prósent af mönnunum í íslenska hópnum hafa því kynnst þeirri tilfinningu að skora á stóra sviðinu. Birkir Bjarnason jafnaði metin á móti Portúgal, Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir á móti Ungverjalandi, Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir á móti Austurríki og Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á móti Austurríki. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin á móti Englandi í sextán liða úrslitunum og Kolbeinn Sigþórsson kom íslenska liðinu síðan yfir. Það eru aðeins Belgar sem hafa eignast fleiri markaskorara á Evrópumótinu til þessa en sjö Belgíumenn hafa skorað á EM í Frakklandi. Belgarnir sem hafa skorað eru þeir: Romelu Lukaku (2 mörk), Toby Alderweireld, Michy Batshuayi, Yannick Carrasco, Eden Hazard, Radja Nainggolan og Axel Witsel. Heimsmeistarar Þjóverja eru síðan í þriðja sæti með fimm markaskorara. Þjóðverjarnir sem hafa skorað eru Mario Gómez (2 mörk), Jérôme Boateng, Julian Draxler, Shkodran Mustafi og Bastian Schweinsteiger.Mark númer 1 Birkir Bjarnason BIRKIR BJARNASON!1-1#EMÍsland pic.twitter.com/Ugbg3XCees— Síminn (@siminn) June 14, 2016 Mark númer 2 Gylfi Þór Sigurðsson GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland #ISL #HUN https://t.co/OxotGBqTji— Síminn (@siminn) June 18, 2016 Mark númer 3 Jón Daði Böðvarsson JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 4 Arnór Ingvi Trautason 16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 5 Ragnar Sigurðsson JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Mark númer 6 Kolbeinn Sigþórsson ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! 2-1 fyrir Íslandi! Kolbeinn Sigþórsson! #EMÍsland https://t.co/HDrKzzXrMy— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Sjá meira