Nú mega lömbin sparka Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var brosandi á æfingu í Nice í gær. Vísir/Vilhelm Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti