Hemmi Hreiðars með pistil í Mail on Sunday: Passið ykkur England Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 10:30 Hermann Hreiðarsson fagnar marki með Portsmouth. Vísir/Getty Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki