Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 00:00 Það er von að þeir spyrji. Vísir/Getty Tölur frá Google sýna að Bretar hafa leitað til leitarvélar Google til þess að fá svör við því hvað gerist næst eftir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu. Samkvæmt tölum frá Google Trends sem mælir hvað netnotendur leita eftir á Google sést að skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í gærkvöldi leituðu Bretar eftir svörum við því hvað myndi gerast segðu Bretar sig úr ESB. Um 250 prósent aukning varð á leitarfrasanum „Hvað gerist ef við yfirgefum ESB“. +250% spike in "what happens if we leave the EU" in the past hourhttps://t.co/9b1d6Bsx6D— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Ef til vill bendir þetta til þess að kjósendur hafi margir hverjir ef til vill ekki áttað sig á afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en gæti þó einnig varpað ljósi undrun og ringlun eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru gerðar ljósar. Einnig varð vart við gríðarlega aukningu á leit að svörum við spurningunni hvort að Bretland væri enn í ESB eða ekki en um 2450 prósent aukning varð á leitarfrasasnum „erum við enn inn í ESB eða ekki.“"Are we in or out of the EU?" has spiked +2,450% in the UK #EURefResults https://t.co/pHHbQ1KEXC …— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Bretland er enn hluti af ESB og verður það allt þangað til samningaviðræðum við ESB lýkur um skilmála brotthvarfs Bretlands. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er reyndar ekki lagalega bindandi en David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, Bretlands hefur sagt að niðurstaðan verði virt. Gríðarleg óvissa ríkir þó núna um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands mun hafa á efnahag og þjóðlíf í Bretlandi. Ljóst er að miðað við niðurstöður kosninganna að breska þjóðin er klofin, yngri kynslóðirnar er æfar út í þær eldri fyrir að takmarka framtíðarmöguleika þeirra með því að kjósa Bretland út úr ESB auk þess sem líklegt er talið að Skotland muni halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa tekið mikla dýfu og pundið hefur veikst mikið. Því skal engan undra að Bretar séu ráðvilltir í dag. Ljóst er að margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem sést kannski best á því að í Bretlandi varð 100 prósent aukning á leitarfrasanum „Hvernig fæ ég írskt vegabréf.“Svo virðist sem að ekki allir hafi verið það nákvæmlega á hreinu hvað hvert atkvæði myndi þýða en BBC tók viðtal við mann sem, sjá má hér að neðan, sem kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Hann hafi þó fengið áfall eftir að David Cameron sagði af sér og sé nú áhyggjufullur yfir því hvað muni gerast. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Tölur frá Google sýna að Bretar hafa leitað til leitarvélar Google til þess að fá svör við því hvað gerist næst eftir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu. Samkvæmt tölum frá Google Trends sem mælir hvað netnotendur leita eftir á Google sést að skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í gærkvöldi leituðu Bretar eftir svörum við því hvað myndi gerast segðu Bretar sig úr ESB. Um 250 prósent aukning varð á leitarfrasanum „Hvað gerist ef við yfirgefum ESB“. +250% spike in "what happens if we leave the EU" in the past hourhttps://t.co/9b1d6Bsx6D— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Ef til vill bendir þetta til þess að kjósendur hafi margir hverjir ef til vill ekki áttað sig á afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en gæti þó einnig varpað ljósi undrun og ringlun eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru gerðar ljósar. Einnig varð vart við gríðarlega aukningu á leit að svörum við spurningunni hvort að Bretland væri enn í ESB eða ekki en um 2450 prósent aukning varð á leitarfrasasnum „erum við enn inn í ESB eða ekki.“"Are we in or out of the EU?" has spiked +2,450% in the UK #EURefResults https://t.co/pHHbQ1KEXC …— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Bretland er enn hluti af ESB og verður það allt þangað til samningaviðræðum við ESB lýkur um skilmála brotthvarfs Bretlands. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er reyndar ekki lagalega bindandi en David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, Bretlands hefur sagt að niðurstaðan verði virt. Gríðarleg óvissa ríkir þó núna um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands mun hafa á efnahag og þjóðlíf í Bretlandi. Ljóst er að miðað við niðurstöður kosninganna að breska þjóðin er klofin, yngri kynslóðirnar er æfar út í þær eldri fyrir að takmarka framtíðarmöguleika þeirra með því að kjósa Bretland út úr ESB auk þess sem líklegt er talið að Skotland muni halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa tekið mikla dýfu og pundið hefur veikst mikið. Því skal engan undra að Bretar séu ráðvilltir í dag. Ljóst er að margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem sést kannski best á því að í Bretlandi varð 100 prósent aukning á leitarfrasanum „Hvernig fæ ég írskt vegabréf.“Svo virðist sem að ekki allir hafi verið það nákvæmlega á hreinu hvað hvert atkvæði myndi þýða en BBC tók viðtal við mann sem, sjá má hér að neðan, sem kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Hann hafi þó fengið áfall eftir að David Cameron sagði af sér og sé nú áhyggjufullur yfir því hvað muni gerast.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46
Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent