Staðfest að jafntefli dugar strákunum okkar á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 22:06 Eitt stig í viðbót og þá er íslenska landsliðið komið í sextán liða úrslit á sínu fyrsta EM. Vísir/EPA Íslenska knattspyrnulandsliðið er nú aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi á sínu fyrsta stórmóti. Eftir leiki dagsins á Evrópumótinu í Frakklandi er það orðið ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum sínum til að komast áfram upp úr riðlinum og skiptir þá engu hvernig leikur Ungverjalands og Portúgals fer. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum klukkan fjögur á Stade de France á morgun og slakari árangur liða úr þriðja sæti í öðrum riðlum þýðir að þrjú stig duga. Íslenska liðið á hinsvegar ennþá möguleika á því að vinna riðilinn vinni liðið Austurríki á morgun. Nái íslensku strákarnir stigi í leiknum á móti Austurríki verða þeir með þrjú stig og slétta markatölu. Tvö af liðunum sex sem enda í þriðja sæti í sínum riðli komast ekki í sextán liða úrslitin. Bæði lið Albaníu (3. sæti í A-riðli) og lið Tyrklands (3. sæti í D-riðli) eru með 3 stig en þau eru aftur á móti með neikvæða markatölu. Þau verða því alltaf neðar en íslenska liðið endi Ísland með þrjú stig í þriðja sætinu í F-riðli. Það þarf hinsvegar ekkert að vera að liðið í þriðja sæti í F-riðli komist áfram því ef Portúgal tapar á móti Ungverjum á morgun á sama tíma og Austurríki tekst ekki að vinna Ísland, þá enda Portúgalar í 3. sæti með tvö stig og komast þar af leiðandi ekki í sextán liða úrslitin. Um leið og það var ljóst að íslensku strákunum nægir jafntefli úr Austurríkisleiknum þá er það líka öruggt að bæði lið Slóvakíu og Norður-Írlands eru komin áfram í sextán liða úrslit þrátt fyrir að hafa endað í þriðja sæti í sínum riðli. Slóvakar eru með 4 stig og Norður-Írar eru með 3 stig og betri markatölu en bæði Tyrkland og Albanía. Tyrkland og Albanía verða því alltaf neðar en Norður-Írland sama hvað gerist í síðustu tveimur riðlunum á morgun. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga. 21. júní 2016 17:45 Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun. 21. júní 2016 18:12 Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 21. júní 2016 16:25 Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. 21. júní 2016 20:45 Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 21. júní 2016 18:00 Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. 21. júní 2016 21:27 Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. 21. júní 2016 20:45 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið er nú aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi á sínu fyrsta stórmóti. Eftir leiki dagsins á Evrópumótinu í Frakklandi er það orðið ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum sínum til að komast áfram upp úr riðlinum og skiptir þá engu hvernig leikur Ungverjalands og Portúgals fer. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum klukkan fjögur á Stade de France á morgun og slakari árangur liða úr þriðja sæti í öðrum riðlum þýðir að þrjú stig duga. Íslenska liðið á hinsvegar ennþá möguleika á því að vinna riðilinn vinni liðið Austurríki á morgun. Nái íslensku strákarnir stigi í leiknum á móti Austurríki verða þeir með þrjú stig og slétta markatölu. Tvö af liðunum sex sem enda í þriðja sæti í sínum riðli komast ekki í sextán liða úrslitin. Bæði lið Albaníu (3. sæti í A-riðli) og lið Tyrklands (3. sæti í D-riðli) eru með 3 stig en þau eru aftur á móti með neikvæða markatölu. Þau verða því alltaf neðar en íslenska liðið endi Ísland með þrjú stig í þriðja sætinu í F-riðli. Það þarf hinsvegar ekkert að vera að liðið í þriðja sæti í F-riðli komist áfram því ef Portúgal tapar á móti Ungverjum á morgun á sama tíma og Austurríki tekst ekki að vinna Ísland, þá enda Portúgalar í 3. sæti með tvö stig og komast þar af leiðandi ekki í sextán liða úrslitin. Um leið og það var ljóst að íslensku strákunum nægir jafntefli úr Austurríkisleiknum þá er það líka öruggt að bæði lið Slóvakíu og Norður-Írlands eru komin áfram í sextán liða úrslit þrátt fyrir að hafa endað í þriðja sæti í sínum riðli. Slóvakar eru með 4 stig og Norður-Írar eru með 3 stig og betri markatölu en bæði Tyrkland og Albanía. Tyrkland og Albanía verða því alltaf neðar en Norður-Írland sama hvað gerist í síðustu tveimur riðlunum á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga. 21. júní 2016 17:45 Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun. 21. júní 2016 18:12 Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 21. júní 2016 16:25 Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. 21. júní 2016 20:45 Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 21. júní 2016 18:00 Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. 21. júní 2016 21:27 Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. 21. júní 2016 20:45 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga. 21. júní 2016 17:45
Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun. 21. júní 2016 18:12
Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 21. júní 2016 16:25
Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. 21. júní 2016 20:45
Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 21. júní 2016 18:00
Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. 21. júní 2016 21:27
Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. 21. júní 2016 20:45