Glórulaus hagfræði Gunnars Alexanders! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar