Sýndi af sér kæruleysi en braut ekki lög Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. júlí 2016 07:00 Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og verðandi forsetaefni Demókrataflokksins. Nordicphotos/AFP „Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist. Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
„Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist.
Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira