Þögn Ívar Halldórsson skrifar 2. júlí 2016 12:49 Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar