„Those were the days“ Ellert B. Schram skrifar 1. júlí 2016 07:00 Ég hef eins og aðrir Íslendingar fylgst með Evrópukeppninni og bíð spenntur eftir leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum. Stærstu stundar íslenskrar karlaknattspyrnu. Íslenskra íþrótta. Tek þátt í fagnaðarlátunum og spenningnum og er svo heppinn að vera boðinn til Parísar til að vera viðstaddur þennan atburð, með öndina í hálsinum. Rifjum aðeins upp fortíðina og aðdragandann. Mér verður hugsað til landsleikjasögu Íslands. Ég var sex ára þegar Ísland spilaði sinn fyrsta landsleik 1946. Gegn Dönum. Var þá í sveitinni og sá ekki þann leik. Var aftur í sveitinni þegar Ísland vann Svía 4-3, árið 1948, og Ríkharður Jónsson skoraði öll mörkin. Fyrsti landsleikurinn sem ég sá, var gegn Dönum 1953. Á Melavellinum, með Albert Guðmundsson í fararbroddi. Á sjötta áratugnum tók Ísland þátt í undankeppni Evrópu. Belgar og Hollendingar voru meðal andstæðinganna. Knattspyrnusambandið samdi við þessi tvö lönd að leika heimaleiki Íslands úti. Fjárhagurinn leyfði ekki að taka á móti útlendingum til að spila „bara“ landsleik. Svo kom að því að ég lék með landsliði Íslands á sjöunda áratugnum. Áður en efnt var til Evrópukeppni, áður en nokkur þjóð nennti að ferðast til Íslands til að spila fótbolta. Bermúda kom, Færeyingar og stundum Norðmenn og svo tókum við þátt í mótum sem voru fyrir amatöra, en voru eftirsóttar uppákomur fyrir íslenska áhugamenn um fótboltann. Ég man eftir leik í London gegn áhugamannalandsliði Englendinga, þar sem völlurinn hallaði frá vinstri kanti til hægri um að a.m.k. hálfan annan metra. Tveir voru sendir af velli í enska liðinu en þeir unnu samt, tvö – núll. Ég man líka eftir leik gegn áhugamannaliði Spánverja í Madrid, í 35 stiga hita. Allt í einu brunaði kantmaðurinn í spænska liðinu upp kantinn óáreittur og lagði upp mark. Ég, aftasti maður í vörn og fyrirliði, spurði fúlbakkinn: hvar varst þú? Og svarið var: Æ, ég færði mig yfir á hinn vallarhelminginn til að hvíla mig frá sólinni, hún var alveg að drepa mig. Svo fórum við einu sinni í landsleikjaferð til Noregs og Finnlands og eftir að fyrri leiknum var lokið var gert ráð fyrir að leikmennirnir hvíldu sig á milli leikja. Einhvern veginn tókst þeim að smeygja sér út um glugga á annarri hæð og komast á næturrölt. Ég var svo „heppinn“ að vera meiddur á fæti og komst ekki með. Þetta var nú aginn í þá daga.Ásgeir Sigurvinsson skallar boltann í leik Íslands og A-Þýskalands á Laugardalsvelli 1973.Framlag margra kynslóða Á áttunda og níunda áratugnum gegndi ég formennsku í knattspyrnusambandinu. Það voru ekki miklir peningar í handraðanum hjá KSÍ á þeim árum. Þegar landsleikur var leikinn í Laugardalnum var mesta áhyggjuefni KSÍ stjórnarinnar fyrir leik, hvernig veðrið yrði. Í roki og rigningu kom nánast enginn á völlinn. Við efndum til bingós og happdrættis og höfðum bíl í verðlaun. Stærsti sigurinn var þegar vinningurinn gekk ekki út. Það bjargaði fjárhagnum. Nokkrir voru atvinnumenn í útlöndum, svo sem Ásgeir Sigurvinsson, Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen. Arnór meiddist einu sinni í landsleik og það tók knattspyrnusambandið mörg ár að borga klúbbnum (í Belgíu) skaðabætur, fyrir að meiðast á okkar ábyrgð! Þannig gæti ég haldið áfram að rifja upp þessa sögu og líka að rifja upp að íslenska landsliðið sigraði Austur-Þjóðverja, sem þá voru Ólympíumeistarar, 2-0. Þá var kátt í höllinni. Ég bauð liðinu heim á Stýrimannastíginn í Vesturbænum og fagnaðarlátunum lauk undir morgun og enginn kvartaði í hverfinu! Já, svona var nú fótboltinn í þá daga. Ég hef auðvitað haldið áfram að fylgjast með knattspyrnunni. Ég sé ekki eftir því. Sérstaklega ekki, þegar mér gefst nú tækifæri til að setjast í heiðursstúkuna á áttatíu þúsund manna leikvellinum í París og hrópa „áfram Ísland“ í baráttu til að komast í undanúrslit í sjálfri Evrópukeppninni. Þetta er ekki öskubuskuævintýri. Þetta er ekki draumur. Þetta er ávöxtur langrar og stórmerkilegrar sögu knattspyrnunnar hér á landi. Uppskera starfs og framlags margra kynslóða áhugamanna og leiðtoga íslenskra knattspyrnufélaga. Hvernig svo sem leikurinn fer á sunnudaginn, þá er afrekið þegar unnið. Sigrarnir. Frammistaðan. Úrslitin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég hef eins og aðrir Íslendingar fylgst með Evrópukeppninni og bíð spenntur eftir leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum. Stærstu stundar íslenskrar karlaknattspyrnu. Íslenskra íþrótta. Tek þátt í fagnaðarlátunum og spenningnum og er svo heppinn að vera boðinn til Parísar til að vera viðstaddur þennan atburð, með öndina í hálsinum. Rifjum aðeins upp fortíðina og aðdragandann. Mér verður hugsað til landsleikjasögu Íslands. Ég var sex ára þegar Ísland spilaði sinn fyrsta landsleik 1946. Gegn Dönum. Var þá í sveitinni og sá ekki þann leik. Var aftur í sveitinni þegar Ísland vann Svía 4-3, árið 1948, og Ríkharður Jónsson skoraði öll mörkin. Fyrsti landsleikurinn sem ég sá, var gegn Dönum 1953. Á Melavellinum, með Albert Guðmundsson í fararbroddi. Á sjötta áratugnum tók Ísland þátt í undankeppni Evrópu. Belgar og Hollendingar voru meðal andstæðinganna. Knattspyrnusambandið samdi við þessi tvö lönd að leika heimaleiki Íslands úti. Fjárhagurinn leyfði ekki að taka á móti útlendingum til að spila „bara“ landsleik. Svo kom að því að ég lék með landsliði Íslands á sjöunda áratugnum. Áður en efnt var til Evrópukeppni, áður en nokkur þjóð nennti að ferðast til Íslands til að spila fótbolta. Bermúda kom, Færeyingar og stundum Norðmenn og svo tókum við þátt í mótum sem voru fyrir amatöra, en voru eftirsóttar uppákomur fyrir íslenska áhugamenn um fótboltann. Ég man eftir leik í London gegn áhugamannalandsliði Englendinga, þar sem völlurinn hallaði frá vinstri kanti til hægri um að a.m.k. hálfan annan metra. Tveir voru sendir af velli í enska liðinu en þeir unnu samt, tvö – núll. Ég man líka eftir leik gegn áhugamannaliði Spánverja í Madrid, í 35 stiga hita. Allt í einu brunaði kantmaðurinn í spænska liðinu upp kantinn óáreittur og lagði upp mark. Ég, aftasti maður í vörn og fyrirliði, spurði fúlbakkinn: hvar varst þú? Og svarið var: Æ, ég færði mig yfir á hinn vallarhelminginn til að hvíla mig frá sólinni, hún var alveg að drepa mig. Svo fórum við einu sinni í landsleikjaferð til Noregs og Finnlands og eftir að fyrri leiknum var lokið var gert ráð fyrir að leikmennirnir hvíldu sig á milli leikja. Einhvern veginn tókst þeim að smeygja sér út um glugga á annarri hæð og komast á næturrölt. Ég var svo „heppinn“ að vera meiddur á fæti og komst ekki með. Þetta var nú aginn í þá daga.Ásgeir Sigurvinsson skallar boltann í leik Íslands og A-Þýskalands á Laugardalsvelli 1973.Framlag margra kynslóða Á áttunda og níunda áratugnum gegndi ég formennsku í knattspyrnusambandinu. Það voru ekki miklir peningar í handraðanum hjá KSÍ á þeim árum. Þegar landsleikur var leikinn í Laugardalnum var mesta áhyggjuefni KSÍ stjórnarinnar fyrir leik, hvernig veðrið yrði. Í roki og rigningu kom nánast enginn á völlinn. Við efndum til bingós og happdrættis og höfðum bíl í verðlaun. Stærsti sigurinn var þegar vinningurinn gekk ekki út. Það bjargaði fjárhagnum. Nokkrir voru atvinnumenn í útlöndum, svo sem Ásgeir Sigurvinsson, Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen. Arnór meiddist einu sinni í landsleik og það tók knattspyrnusambandið mörg ár að borga klúbbnum (í Belgíu) skaðabætur, fyrir að meiðast á okkar ábyrgð! Þannig gæti ég haldið áfram að rifja upp þessa sögu og líka að rifja upp að íslenska landsliðið sigraði Austur-Þjóðverja, sem þá voru Ólympíumeistarar, 2-0. Þá var kátt í höllinni. Ég bauð liðinu heim á Stýrimannastíginn í Vesturbænum og fagnaðarlátunum lauk undir morgun og enginn kvartaði í hverfinu! Já, svona var nú fótboltinn í þá daga. Ég hef auðvitað haldið áfram að fylgjast með knattspyrnunni. Ég sé ekki eftir því. Sérstaklega ekki, þegar mér gefst nú tækifæri til að setjast í heiðursstúkuna á áttatíu þúsund manna leikvellinum í París og hrópa „áfram Ísland“ í baráttu til að komast í undanúrslit í sjálfri Evrópukeppninni. Þetta er ekki öskubuskuævintýri. Þetta er ekki draumur. Þetta er ávöxtur langrar og stórmerkilegrar sögu knattspyrnunnar hér á landi. Uppskera starfs og framlags margra kynslóða áhugamanna og leiðtoga íslenskra knattspyrnufélaga. Hvernig svo sem leikurinn fer á sunnudaginn, þá er afrekið þegar unnið. Sigrarnir. Frammistaðan. Úrslitin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun