Hver verður varaforsetaefni Hillary Clinton? Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júlí 2016 21:35 Það er gífurlega mikilvæg ákvörðun hvern Hillary velur sem varaforsetaefni sitt og gæti skipt sköpum í keppninni um Hvíta húsið. Vísir/Getty Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00