ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. júlí 2016 12:17 Húsleit var framkvæmd á heimili árásarmannsins. Vísir/Getty Samtök um Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á árásinni í Nice í fyrradag á hendur sér. Lögreglan í Nice handtók í gær og í morgun fimm einstaklinga í tengslum við árásina þar sem 84 létust og yfir 200 særðust. Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. Hann ók vöruflutningabíl seint á fimmtudagskvöld inn í mannhaf á breiðgötu í miðborg Nice þar sem fjöldi fólks, og barna, hafði komið saman til að fylgjast með flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. 84 létust í árásinni, þar af tíu börn, og yfir 200 slösuðust en þar af eru um fimmtíu enn á gjörgæslu. Bouhel starfaði sem bílstjóri og sendill og átti þrjú börn. Hann hafði áður komist í kast við lögin fyrir smávægileg afbrot, en var ekki á lista franskra yfirvalda yfir menn grunaða um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Segja þau að Bouhel hafi orðið við beiðni þeirra um að gera árásir á alla þá sem staðið hafi barist gegn samtökunum með loftárásum. Húsleit var gerð á heimili mannsins í gærmorgun og sagði saksóknari á svæðinu að þar hefðu fundist ýmis gögn sem kunna að koma sér vel við rannsókn málsins. Fyrrverandi eiginkona mannsins var handtekin í gærmorgun og annar maður með tengsl við hann síðar um daginn. Þrír aðrir sem sagðir eru tengjast manninum og skipulagningu árásarinnar í gær voru svo handteknir í morgunn af frönsku lögreglunni. Þriggja daga þjóðarsorg er í Frakklandi, og neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar sem afnema átti síðar í júlí hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Samtök um Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á árásinni í Nice í fyrradag á hendur sér. Lögreglan í Nice handtók í gær og í morgun fimm einstaklinga í tengslum við árásina þar sem 84 létust og yfir 200 særðust. Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. Hann ók vöruflutningabíl seint á fimmtudagskvöld inn í mannhaf á breiðgötu í miðborg Nice þar sem fjöldi fólks, og barna, hafði komið saman til að fylgjast með flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. 84 létust í árásinni, þar af tíu börn, og yfir 200 slösuðust en þar af eru um fimmtíu enn á gjörgæslu. Bouhel starfaði sem bílstjóri og sendill og átti þrjú börn. Hann hafði áður komist í kast við lögin fyrir smávægileg afbrot, en var ekki á lista franskra yfirvalda yfir menn grunaða um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Segja þau að Bouhel hafi orðið við beiðni þeirra um að gera árásir á alla þá sem staðið hafi barist gegn samtökunum með loftárásum. Húsleit var gerð á heimili mannsins í gærmorgun og sagði saksóknari á svæðinu að þar hefðu fundist ýmis gögn sem kunna að koma sér vel við rannsókn málsins. Fyrrverandi eiginkona mannsins var handtekin í gærmorgun og annar maður með tengsl við hann síðar um daginn. Þrír aðrir sem sagðir eru tengjast manninum og skipulagningu árásarinnar í gær voru svo handteknir í morgunn af frönsku lögreglunni. Þriggja daga þjóðarsorg er í Frakklandi, og neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar sem afnema átti síðar í júlí hefur verið framlengt um þrjá mánuði.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38