Mohamed Lahouaiej Bouhlel sagður ódæðismaðurinn Jakob Bjarnar og Samúel Karl Ólason skrifa 15. júlí 2016 14:14 Mohamed Lahouaiej Bouhlel er líkast til hataðasti maður í Evrópu um þessar mundir. Erlendir fréttamiðlar eru nú hver af öðrum að greina frá því að sá grunaði, sem keyrði vörubíl á hóp fólks sem var að fagna Bastillu-deginum með þeim afleiðingum að fjölmargir slösuðust og 84 létust, hafi verið Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Einn þeirra fjölmiðla er BBC sem segir böndin berast mjög að honum. CNN var nú rétt í þessu að greina frá því að yfirvöld væru búin að bera kennsl á manninn. Skilríki hans munu hafa fundist á vettvangi en um er að ræða 31 árs gamlan mann frá Túnis, en hann hafði dvalarleyfi í Frakklandi og var búsettur í Nice. Hann er sagður fráskilinn og faðir þriggja barna faðir. Fyrrum eiginkona hans er nú í haldi lögreglu.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice. Maðurinn umræddur hefur komist í kast við lögin, fyrir smávægileg afbrot og ryskingar en hann er ekki á lista yfir þá sem grunaðir eru um öfgaskoðanir tengdar trúarbrögðum. Hann hefur framið marga ofbeldisglæpi og er sakaskrá hans sögð vera verulega löng. Hann var síðast dæmdur fyrir glæp í mars, samkvæmt Guardian. Vörubíllinn sem hann notaði til árásarinnar er sagður af erlendum miðlum hafa verið leigður fyrir tveimur dögum í bænum Saint-Laurent-du-Var sem er nokkuð nærri Nice. Nágrannar hans lýsa honum sem hljóðlátum manni og segja að hann hafi ekki virst trúrækinn. Hann er sagður hafa talað sjaldan við nágranna sína og svaraði ekki kveðjum þeirra. Þegar hefur sérstök síða verið sett upp á Facebook undir yfirskriftinni: Ég hata Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. 15. júlí 2016 13:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Erlendir fréttamiðlar eru nú hver af öðrum að greina frá því að sá grunaði, sem keyrði vörubíl á hóp fólks sem var að fagna Bastillu-deginum með þeim afleiðingum að fjölmargir slösuðust og 84 létust, hafi verið Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Einn þeirra fjölmiðla er BBC sem segir böndin berast mjög að honum. CNN var nú rétt í þessu að greina frá því að yfirvöld væru búin að bera kennsl á manninn. Skilríki hans munu hafa fundist á vettvangi en um er að ræða 31 árs gamlan mann frá Túnis, en hann hafði dvalarleyfi í Frakklandi og var búsettur í Nice. Hann er sagður fráskilinn og faðir þriggja barna faðir. Fyrrum eiginkona hans er nú í haldi lögreglu.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice. Maðurinn umræddur hefur komist í kast við lögin, fyrir smávægileg afbrot og ryskingar en hann er ekki á lista yfir þá sem grunaðir eru um öfgaskoðanir tengdar trúarbrögðum. Hann hefur framið marga ofbeldisglæpi og er sakaskrá hans sögð vera verulega löng. Hann var síðast dæmdur fyrir glæp í mars, samkvæmt Guardian. Vörubíllinn sem hann notaði til árásarinnar er sagður af erlendum miðlum hafa verið leigður fyrir tveimur dögum í bænum Saint-Laurent-du-Var sem er nokkuð nærri Nice. Nágrannar hans lýsa honum sem hljóðlátum manni og segja að hann hafi ekki virst trúrækinn. Hann er sagður hafa talað sjaldan við nágranna sína og svaraði ekki kveðjum þeirra. Þegar hefur sérstök síða verið sett upp á Facebook undir yfirskriftinni: Ég hata Mohamed Lahouaiej Bouhlel.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. 15. júlí 2016 13:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. 15. júlí 2016 13:15