Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 08:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/EPA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. Vísir sagði frá þessu stóra stökki strákanna okkar strax á mánudaginn þar sem farið var eftir áreiðanlegu útreikninum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Gamla metið var 23. sæti sem liðið hefur þrisvar komist í áður eða í júlí, september og október 2015. Íslenska liðið hoppar upp um tólf sæti þökk sé frábærum árangri liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem strákarnir okkar komust alla leið í átta liða úrslitin. Íslands vann bæði Austurríki og England á EM í Frakklandi en báðar þjóðirnar eru enn fyrir ofan Ísland á listanum þótt að Austurríkismenn falli niður um ellefu sæti og sitji nú í næsta sæti fyrir ofan Ísland. Íslenska liðið fékk 1692.9 stig fyrir sigurinn á Austurríki og 1683.99 fyrir sigurinn á Englandi en í samanburði fékk Ísland aðeins 148.5 stig fyrir sigurinn á Liechtenstein. Meðal þjóða sem Ísland fór upp fyrir eru Slóvakía, Rúmenía, Bandaríkin, Holland, Kosta Ríka, Norður-Írland, Bosnía, Úkraína og Írland. Ísland er nú langefst af Norðurlandaþjóðunum en næstir koma Svíar í 40. sæti eða 18 sætum neðar en Ísland. Danir eru síðan í 44. sætinu. Argentína er áfram í efsta sæti FIFA-listans og fimm efstu sætin breytast ekkert. Næst koma því Belgía, Kólumbía, Þýskaland og Síle. Nýkrýndir Evrópumeistarar Portúgals fara upp um tvö sæti og upp í sjötta sæti. Frakkar eru í sjöunda sæti en þeir hækkuðu sig um heil tíu sæti. Spánn og Brasilía detta næði niður um tvö sæti en eru þó áfram inn á topp tíu. Ítalir eru í tíunda sætinu en í næsta sæti fyrir neðan er Wales sem hækkar sig um fimmtán sæti og fer upp í 11. sæti. Króatar (upp um 12. sæti í 15. sætið) og Pólverjar (upp um 11. sæti í 16. sætið) hækka sig líka mikið á þessum nýjasta lista en hér fyrir neðan má sjá 50 efstu sætin. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. Vísir sagði frá þessu stóra stökki strákanna okkar strax á mánudaginn þar sem farið var eftir áreiðanlegu útreikninum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Gamla metið var 23. sæti sem liðið hefur þrisvar komist í áður eða í júlí, september og október 2015. Íslenska liðið hoppar upp um tólf sæti þökk sé frábærum árangri liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem strákarnir okkar komust alla leið í átta liða úrslitin. Íslands vann bæði Austurríki og England á EM í Frakklandi en báðar þjóðirnar eru enn fyrir ofan Ísland á listanum þótt að Austurríkismenn falli niður um ellefu sæti og sitji nú í næsta sæti fyrir ofan Ísland. Íslenska liðið fékk 1692.9 stig fyrir sigurinn á Austurríki og 1683.99 fyrir sigurinn á Englandi en í samanburði fékk Ísland aðeins 148.5 stig fyrir sigurinn á Liechtenstein. Meðal þjóða sem Ísland fór upp fyrir eru Slóvakía, Rúmenía, Bandaríkin, Holland, Kosta Ríka, Norður-Írland, Bosnía, Úkraína og Írland. Ísland er nú langefst af Norðurlandaþjóðunum en næstir koma Svíar í 40. sæti eða 18 sætum neðar en Ísland. Danir eru síðan í 44. sætinu. Argentína er áfram í efsta sæti FIFA-listans og fimm efstu sætin breytast ekkert. Næst koma því Belgía, Kólumbía, Þýskaland og Síle. Nýkrýndir Evrópumeistarar Portúgals fara upp um tvö sæti og upp í sjötta sæti. Frakkar eru í sjöunda sæti en þeir hækkuðu sig um heil tíu sæti. Spánn og Brasilía detta næði niður um tvö sæti en eru þó áfram inn á topp tíu. Ítalir eru í tíunda sætinu en í næsta sæti fyrir neðan er Wales sem hækkar sig um fimmtán sæti og fer upp í 11. sæti. Króatar (upp um 12. sæti í 15. sætið) og Pólverjar (upp um 11. sæti í 16. sætið) hækka sig líka mikið á þessum nýjasta lista en hér fyrir neðan má sjá 50 efstu sætin.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann