Um jafnaðarstefnuna Ellert B. Schram skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar