Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 11:22 Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason. Mynd/Frjálsíþróttasamband Ísland Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira