Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 16:00 Vísir/Samsett mynd EPA og Google Maps Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30
Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26
„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27