Ofboðslega sátt við þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2016 06:00 Ásdís kastaði 60,37 metra í úrslitunum. vísir/getty Ísland átti tvo fulltrúa í úrslitum á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam á laugardaginn; þær Anítu Hinriksdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur sem kepptu í 800 metra hlaupi og spjótkasti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppti einnig í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á laugardaginn. Arna Stefanía hljóp á 57,24 sekúndum og endaði í 18. sæti í undanúrslitum á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna. Ekki nóg með það, þá setti Hafdís Sigurðardóttir nýtt Íslandsmet í langstökki á móti rétt fyrir utan Amsterdam á laugardaginn. Hafdís stökk 6,62 metra og var aðeins 0,08 metrum frá Ólympíulágmarkinu. Laugardagurinn var því sannarlega frábær hjá íslenskum frjálsíþróttakonum.Aníta í úrslitahlaupinu.vísir/gettyAníta og Ásdís enduðu báðar í 8. sæti í sínum greinum. Aníta hljóp á 2:02,55 mínútum í sínu fyrsta úrslitahlaupi á stórmóti utanhúss. Fyrri hringurinn var mjög hraður en Aníta gaf eftir á lokasprettinum og kom síðust í mark á tíma sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís byrjaði af miklum krafti í úrslitakeppninni í spjótkastinu og kastaði spjótinu 60,37 metra í fyrstu tilraun. Þetta er næstlengsta kast Ásdísar á stórmóti en Íslandsmet hennar frá Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum er 62,77 metrar. „Ég er ofboðslega sátt við þetta,“ sagði Ásdís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Ég kem inn í þetta mót með nítjánda besta árangurinn í Evrópu í ár og af keppendunum á EM er ég einhvers staðar í kringum 16.-18. sæti. Ég enda í 8. sæti þannig ég held að ég geti verið ansi sátt.“ Ásdís endaði sem áður sagði í 8. sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti. Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi hrósaði sigri í spjótkastskeppninni en hún grýtti spjótinu lengst 66,34 metra. „Það var rosalega erfitt að kasta en það var hrikalega mikill vindur inni á vellinum. Að ná tveimur 60 metra köstum í svona aðstæðum er alveg frábært,“ sagði Ásdís. „Ég vildi annað hvort kasta yfir 60 metra eða enda í einu af átta efstu sætunum. Ég gerði bæði þannig að ég er mjög sátt.“ Aðeins mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir. Ásdís er þar á meðal keppenda en hún náði Ólympíulágmarkinu þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí í fyrra. „Ólympíuleikarnir eru aðal atriðið og það sem við erum að æfa fyrir. Þetta [EM] var bara generalprufa,“ sagði Ásdís sem keppir á tveimur mótum áður en hún fer til Brasilíu. „Ég keppi annað hvort á Demantamótinu í Mónakó á föstudaginn eða svissneska meistaramótinu um næstu helgi. Það er ekki enn komið í ljós hvort ég komist inn en ég held enn í vonina. Helgina þar á eftir keppi ég svo á Íslandsmeistaramótinu. Ég flýg svo til Brasilíu í byrjun ágúst, verð á opnunarhátíðinni og fer svo í æfingabúðir og kem ekki aftur í Ólympíuþorpið fyrr en tveimur dögum fyrir keppni.“ Ásdís er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún endaði í 11. sæti í London 2012. En hvaða markmið hefur Ásdís sett sér fyrir leikana í Ríó? „Ég er með mín markmið sem ég ætla að halda fyrir mig þangað til eftir keppnina allavega. Ég ætla bara að gera eins vel og ég get,“ svaraði Ásdís. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ísland átti tvo fulltrúa í úrslitum á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam á laugardaginn; þær Anítu Hinriksdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur sem kepptu í 800 metra hlaupi og spjótkasti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppti einnig í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á laugardaginn. Arna Stefanía hljóp á 57,24 sekúndum og endaði í 18. sæti í undanúrslitum á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna. Ekki nóg með það, þá setti Hafdís Sigurðardóttir nýtt Íslandsmet í langstökki á móti rétt fyrir utan Amsterdam á laugardaginn. Hafdís stökk 6,62 metra og var aðeins 0,08 metrum frá Ólympíulágmarkinu. Laugardagurinn var því sannarlega frábær hjá íslenskum frjálsíþróttakonum.Aníta í úrslitahlaupinu.vísir/gettyAníta og Ásdís enduðu báðar í 8. sæti í sínum greinum. Aníta hljóp á 2:02,55 mínútum í sínu fyrsta úrslitahlaupi á stórmóti utanhúss. Fyrri hringurinn var mjög hraður en Aníta gaf eftir á lokasprettinum og kom síðust í mark á tíma sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís byrjaði af miklum krafti í úrslitakeppninni í spjótkastinu og kastaði spjótinu 60,37 metra í fyrstu tilraun. Þetta er næstlengsta kast Ásdísar á stórmóti en Íslandsmet hennar frá Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum er 62,77 metrar. „Ég er ofboðslega sátt við þetta,“ sagði Ásdís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Ég kem inn í þetta mót með nítjánda besta árangurinn í Evrópu í ár og af keppendunum á EM er ég einhvers staðar í kringum 16.-18. sæti. Ég enda í 8. sæti þannig ég held að ég geti verið ansi sátt.“ Ásdís endaði sem áður sagði í 8. sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti. Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi hrósaði sigri í spjótkastskeppninni en hún grýtti spjótinu lengst 66,34 metra. „Það var rosalega erfitt að kasta en það var hrikalega mikill vindur inni á vellinum. Að ná tveimur 60 metra köstum í svona aðstæðum er alveg frábært,“ sagði Ásdís. „Ég vildi annað hvort kasta yfir 60 metra eða enda í einu af átta efstu sætunum. Ég gerði bæði þannig að ég er mjög sátt.“ Aðeins mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir. Ásdís er þar á meðal keppenda en hún náði Ólympíulágmarkinu þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí í fyrra. „Ólympíuleikarnir eru aðal atriðið og það sem við erum að æfa fyrir. Þetta [EM] var bara generalprufa,“ sagði Ásdís sem keppir á tveimur mótum áður en hún fer til Brasilíu. „Ég keppi annað hvort á Demantamótinu í Mónakó á föstudaginn eða svissneska meistaramótinu um næstu helgi. Það er ekki enn komið í ljós hvort ég komist inn en ég held enn í vonina. Helgina þar á eftir keppi ég svo á Íslandsmeistaramótinu. Ég flýg svo til Brasilíu í byrjun ágúst, verð á opnunarhátíðinni og fer svo í æfingabúðir og kem ekki aftur í Ólympíuþorpið fyrr en tveimur dögum fyrir keppni.“ Ásdís er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún endaði í 11. sæti í London 2012. En hvaða markmið hefur Ásdís sett sér fyrir leikana í Ríó? „Ég er með mín markmið sem ég ætla að halda fyrir mig þangað til eftir keppnina allavega. Ég ætla bara að gera eins vel og ég get,“ svaraði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira