Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. júlí 2016 07:00 Barack Obama og Hillary Clinton á landsþingi Demókrataflokksins í Philadelphíu. vísir/epa „Það hefur aldrei verið neinn karl eða nein kona, hvorki ég né Bill né nokkur annar, sem hefur verið hæfari en Hillary til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði Barack Obama forseti í ræðu sinni á landsþingi Demókrataflokksins í fyrrakvöld. Landsþinginu lauk í nótt með ræðu Clinton eftir að hún hafði formlega fallist á útnefningu sem forsetaefni flokksins, en undanfarna daga hafa félagar hennar og vinir, þungavigtarfólk í flokknum og frægir demókratar úr ýmsum áttum, keppst um að hlaða á hana lofi. Obama skoraði á fólk að taka þátt í kosningunum: „Ef þið takið lýðræðið okkar alvarlega, þá getið þið ekki leyft ykkur að sitja heima bara vegna þess að hún kann að vera ósammála ykkur um eitthvað.“ Rétt eins og fleiri ræðumenn á flokksþinginu skaut Obama föstum skotum á Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins; sagði hann hreinlega vera ógn við bandarískt samfélag, ekki síður en hryðjuverkamenn, fasista eða kommúnista: „Hann hefur ekkert að bjóða nema slagorð og ótta. Hann veðjar á að takist honum að hræða nógu marga þá geti hann rétt svo fengið nógu mörg atkvæði til þess að sigra í þessum kosningum.“ Joe Biden varaforseti tók í sama streng og sagði ómögulegt að kjósa mann sem notfærir sér ótta fólks við hryðjuverk sjálfum sér til framdráttar. Sjálfur sagðist Obama hins vegar bjartsýnni nú en nokkru sinni fyrr fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann þakkaði þjóðinni vegferðina undanfarin átta ár og hvatti fólk til að kjósa Clinton, svo hann geti afhent henni keflið. „Það hefur verið gert grín að henni af hægrisinnum og sumum sem eru vinstra megin. Hún hefur verið sökuð um allt sem hægt er að ímynda sér – og sumt sem ekki er hægt að ímynda sér,“ sagði hann. „En hún veit að þetta er það sem gerist þegar maður er undir smásjánni í fjörutíu ár.“ Sjálf leggur Clinton áherslu á að kosningarnar í nóvember verði tilefni til uppgjörs, þar sem Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir vilji standa saman eða gefast upp fyrir sundrungaröflum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
„Það hefur aldrei verið neinn karl eða nein kona, hvorki ég né Bill né nokkur annar, sem hefur verið hæfari en Hillary til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði Barack Obama forseti í ræðu sinni á landsþingi Demókrataflokksins í fyrrakvöld. Landsþinginu lauk í nótt með ræðu Clinton eftir að hún hafði formlega fallist á útnefningu sem forsetaefni flokksins, en undanfarna daga hafa félagar hennar og vinir, þungavigtarfólk í flokknum og frægir demókratar úr ýmsum áttum, keppst um að hlaða á hana lofi. Obama skoraði á fólk að taka þátt í kosningunum: „Ef þið takið lýðræðið okkar alvarlega, þá getið þið ekki leyft ykkur að sitja heima bara vegna þess að hún kann að vera ósammála ykkur um eitthvað.“ Rétt eins og fleiri ræðumenn á flokksþinginu skaut Obama föstum skotum á Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins; sagði hann hreinlega vera ógn við bandarískt samfélag, ekki síður en hryðjuverkamenn, fasista eða kommúnista: „Hann hefur ekkert að bjóða nema slagorð og ótta. Hann veðjar á að takist honum að hræða nógu marga þá geti hann rétt svo fengið nógu mörg atkvæði til þess að sigra í þessum kosningum.“ Joe Biden varaforseti tók í sama streng og sagði ómögulegt að kjósa mann sem notfærir sér ótta fólks við hryðjuverk sjálfum sér til framdráttar. Sjálfur sagðist Obama hins vegar bjartsýnni nú en nokkru sinni fyrr fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann þakkaði þjóðinni vegferðina undanfarin átta ár og hvatti fólk til að kjósa Clinton, svo hann geti afhent henni keflið. „Það hefur verið gert grín að henni af hægrisinnum og sumum sem eru vinstra megin. Hún hefur verið sökuð um allt sem hægt er að ímynda sér – og sumt sem ekki er hægt að ímynda sér,“ sagði hann. „En hún veit að þetta er það sem gerist þegar maður er undir smásjánni í fjörutíu ár.“ Sjálf leggur Clinton áherslu á að kosningarnar í nóvember verði tilefni til uppgjörs, þar sem Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir vilji standa saman eða gefast upp fyrir sundrungaröflum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira