Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:27 Obama og Clinton að lokinni ræðu forsetans. Vísir/Getty Landsþing Demókrataflokksins stendur enn yfir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hillary Clinton var valin forsetaefni flokksins á þriðjudag en í gær stigu stór nöfn innan flokksins á stokk. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þingið og skaut hart að forsetaefni repúblikana, Donald Trump. Hann sagði meðal annars að sýn Trump á framtíð Bandaríkjanna væri ekki það land sem hann þekkti. „Kraftur okkar kemur ekki frá sjálfskipuðum bjargvætti sem lofar því að hann einn geti komið á röð og reglu, svo lengi sem við gerum hlutina eftir hans nefi,“ sagði Obama meðal annars. Þegar forsetinn minntist á Trump byrjuðu áhorfendur að púa og svaraði forsetinn um hæl: „Ekki púa, kjósið!“ Forsetinn skaut ekki einungis að Trump heldur lýsti hann formlega yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata. Hann sagði engan mann eða konu nokkurntíman hafa verið hæfari forsetaframbjóðanda. „Ekki ég, ekki Bill, enginn,“ sagði Obama. Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna og eiginmaður Hillary, stóð upp og fagnaði við þessi orð forsetans. Í lok ræðu Obama gekk Clinton inn á sviðið og fagnaði með forsetanum. Joe Biden, varaforseti flokksins ávarpaði þingið einnig og lagði áherslu á millistéttarfólk. Hann sagði Trump ekki vita neitt um millistéttina og titlaði sjálfan sig „Millistéttar Joe." Varaforsetaefni Clinton, öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, hélt einnig ræðu. Fundinum lýkur í kvöld og þá mun Hillary Clinton ávarpa þingið.Hér má sjá samantekt CNN frá fundi gærdagsins: Hér má sjá Clinton fagna með Obama: Hér er ræða Obama í fullri lengd: Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Landsþing Demókrataflokksins stendur enn yfir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hillary Clinton var valin forsetaefni flokksins á þriðjudag en í gær stigu stór nöfn innan flokksins á stokk. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þingið og skaut hart að forsetaefni repúblikana, Donald Trump. Hann sagði meðal annars að sýn Trump á framtíð Bandaríkjanna væri ekki það land sem hann þekkti. „Kraftur okkar kemur ekki frá sjálfskipuðum bjargvætti sem lofar því að hann einn geti komið á röð og reglu, svo lengi sem við gerum hlutina eftir hans nefi,“ sagði Obama meðal annars. Þegar forsetinn minntist á Trump byrjuðu áhorfendur að púa og svaraði forsetinn um hæl: „Ekki púa, kjósið!“ Forsetinn skaut ekki einungis að Trump heldur lýsti hann formlega yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata. Hann sagði engan mann eða konu nokkurntíman hafa verið hæfari forsetaframbjóðanda. „Ekki ég, ekki Bill, enginn,“ sagði Obama. Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna og eiginmaður Hillary, stóð upp og fagnaði við þessi orð forsetans. Í lok ræðu Obama gekk Clinton inn á sviðið og fagnaði með forsetanum. Joe Biden, varaforseti flokksins ávarpaði þingið einnig og lagði áherslu á millistéttarfólk. Hann sagði Trump ekki vita neitt um millistéttina og titlaði sjálfan sig „Millistéttar Joe." Varaforsetaefni Clinton, öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, hélt einnig ræðu. Fundinum lýkur í kvöld og þá mun Hillary Clinton ávarpa þingið.Hér má sjá samantekt CNN frá fundi gærdagsins: Hér má sjá Clinton fagna með Obama: Hér er ræða Obama í fullri lengd:
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira