Trump hvetur Rússa til að leka tölvupóstum Hillary Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. júlí 2016 07:00 Donald Trump á landsþingi Repúblikanaflokksins, sem haldið var í síðustu viku. Fréttablaðið/EPA Donald Trump, forsetaefni bandaríska Repúblikanaflokksins, segist fagna því að Rússar brjótist inn í tölvur demókrata. Þeir megi gjarnan komast í tölvupósta Hillary Clinton og birta þá. „Ég held að ykkur yrði ákaft fagnað af fjölmiðlum okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Jake Sullivan, utanríkismálaráðgjafi Clinton, segir að nú sé framboð Trumps hætt að vera bara pólitískt og furðulegt. Nú sé það orðið að þjóðaröryggismáli: „Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi hefur beinlínis hvatt erlent ríki til að njósna um pólitískan andstæðing sinn.“ Robby Mook, kosningastjóri Clinton, hélt því fram í sjónvarpsviðtali á sunnudag að þúsundir tölvupósta úr tölvum demókrataflokksins, sem birtir voru á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks, hefðu borist þangað frá Rússum sem hefðu brotist inn í tölvur flokksins. Rússar hafi með þessu viljað hjálpa Trump í kosningabaráttunni gegn Clinton: „Ég tel það ekki vera neina tilviljun að þessir tölvupóstar hafi verið birtir rétt áður en landsþing okkar hefst, og það er uggvænlegt.“ Á Twitter-síðu Wikileaks segir að það sé rógburður einn, að verið sé að ganga erinda Rússa: „Úr kosningabúðum Clinton berst lélegur samsærisáburður um að við séum rússneskir njósnarar. Síðast áttum við að vera frá Mossad. Náið þessu nú rétt.“ Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton. Bandaríska alríkislögreglan kynnti nýverið niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sinnar á tölvupóstnotkun Clinton meðan hún var utanríkisráðherra, og komst að því að hún hefði sýnt vítavert kæruleysi með því að vista viðkvæm tölvupóstsamskipti sín á sinni eigin tölvu í stað þess að nota tölvubúnað ráðuneytisins, sem væri öruggari. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni bandaríska Repúblikanaflokksins, segist fagna því að Rússar brjótist inn í tölvur demókrata. Þeir megi gjarnan komast í tölvupósta Hillary Clinton og birta þá. „Ég held að ykkur yrði ákaft fagnað af fjölmiðlum okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Jake Sullivan, utanríkismálaráðgjafi Clinton, segir að nú sé framboð Trumps hætt að vera bara pólitískt og furðulegt. Nú sé það orðið að þjóðaröryggismáli: „Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi hefur beinlínis hvatt erlent ríki til að njósna um pólitískan andstæðing sinn.“ Robby Mook, kosningastjóri Clinton, hélt því fram í sjónvarpsviðtali á sunnudag að þúsundir tölvupósta úr tölvum demókrataflokksins, sem birtir voru á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks, hefðu borist þangað frá Rússum sem hefðu brotist inn í tölvur flokksins. Rússar hafi með þessu viljað hjálpa Trump í kosningabaráttunni gegn Clinton: „Ég tel það ekki vera neina tilviljun að þessir tölvupóstar hafi verið birtir rétt áður en landsþing okkar hefst, og það er uggvænlegt.“ Á Twitter-síðu Wikileaks segir að það sé rógburður einn, að verið sé að ganga erinda Rússa: „Úr kosningabúðum Clinton berst lélegur samsærisáburður um að við séum rússneskir njósnarar. Síðast áttum við að vera frá Mossad. Náið þessu nú rétt.“ Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton. Bandaríska alríkislögreglan kynnti nýverið niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sinnar á tölvupóstnotkun Clinton meðan hún var utanríkisráðherra, og komst að því að hún hefði sýnt vítavert kæruleysi með því að vista viðkvæm tölvupóstsamskipti sín á sinni eigin tölvu í stað þess að nota tölvubúnað ráðuneytisins, sem væri öruggari.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira