Félagar Merkel snúast gegn henni Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júlí 2016 07:00 Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands, og Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Bæjaralands. Fréttablaðið/EPA Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira