Jafn réttur til óþæginda Snærós Sindradóttir skrifar 26. júlí 2016 05:00 Ég þekki mann sem er svo hávaxinn að hann rekur reglulega hausinn í. Hann þarf að kaupa sér aðgang að flugsætum með meira fótaplássi og oft situr hann skakkur á mannamótum til að fæturnir rúmist í sætisröðinni hans. Skyrtur með hans armlengd fást ekki hvar sem er og afgreiðslufólk hefur oft reynt að sannfæra hann um að kvartbuxur séu móðins. Um jólin fékk hann gefins langa sæng. Því í meira en 40 ár hafði honum ýmist verið kalt á tásunum eða öxlunum á nóttunni. Ég þekki líka litla konu sem þarf tröppu til að komast í efri skápana í eldhúsinu. Sú kona passar alltaf í flugsætið sitt og finnur alltaf föt á sig en þegar hún fer á sömu tónleika og hávaxni maðurinn þá sér hún ekki neitt. Hún hefur ótal sinnum greitt miða dýrum dómum til að berja átrúnaðargoðin sín augum en þurft að sætta sig við að heyra óminn af tónlistinni í sveittri brjósthæð við annað fólk. Áður fyrr voru strákarnir til í að taka hana á háhest en nú er það liðin tíð. Fólkið fyrir aftan háhestinn lætur hátt í sér heyra því það sér heldur ekki neitt. Hávaxni maðurinn hefur ótal sinnum verið beðinn að færa sig aftar svo þeir minni sjái líka. Það er út af fyrir sig óþolandi því hann kom fyrr til að sjá sem best. Og hæðina ræður hann ekki við. Ef við horfum samt blákalt á staðreyndir þá sér hann líka aðeins aftar. Í hvoru felst fullkomið jafnrétti? Að allir fái jafnt, litlir og stórir, sama hversu óþægileg flugsætin kunna að vera og skálmarnar stuttar? Sama þó maður hafi borgað það sama og maðurinn við hliðina fyrir tónleikana en sjái ekki neitt í tvo tíma? Eða er jafnrétti fólgið í lengri flugsætum fyrir lengri farþega og svæði fyrir lítið fólk fremst við sviðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Ég þekki mann sem er svo hávaxinn að hann rekur reglulega hausinn í. Hann þarf að kaupa sér aðgang að flugsætum með meira fótaplássi og oft situr hann skakkur á mannamótum til að fæturnir rúmist í sætisröðinni hans. Skyrtur með hans armlengd fást ekki hvar sem er og afgreiðslufólk hefur oft reynt að sannfæra hann um að kvartbuxur séu móðins. Um jólin fékk hann gefins langa sæng. Því í meira en 40 ár hafði honum ýmist verið kalt á tásunum eða öxlunum á nóttunni. Ég þekki líka litla konu sem þarf tröppu til að komast í efri skápana í eldhúsinu. Sú kona passar alltaf í flugsætið sitt og finnur alltaf föt á sig en þegar hún fer á sömu tónleika og hávaxni maðurinn þá sér hún ekki neitt. Hún hefur ótal sinnum greitt miða dýrum dómum til að berja átrúnaðargoðin sín augum en þurft að sætta sig við að heyra óminn af tónlistinni í sveittri brjósthæð við annað fólk. Áður fyrr voru strákarnir til í að taka hana á háhest en nú er það liðin tíð. Fólkið fyrir aftan háhestinn lætur hátt í sér heyra því það sér heldur ekki neitt. Hávaxni maðurinn hefur ótal sinnum verið beðinn að færa sig aftar svo þeir minni sjái líka. Það er út af fyrir sig óþolandi því hann kom fyrr til að sjá sem best. Og hæðina ræður hann ekki við. Ef við horfum samt blákalt á staðreyndir þá sér hann líka aðeins aftar. Í hvoru felst fullkomið jafnrétti? Að allir fái jafnt, litlir og stórir, sama hversu óþægileg flugsætin kunna að vera og skálmarnar stuttar? Sama þó maður hafi borgað það sama og maðurinn við hliðina fyrir tónleikana en sjái ekki neitt í tvo tíma? Eða er jafnrétti fólgið í lengri flugsætum fyrir lengri farþega og svæði fyrir lítið fólk fremst við sviðið?
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun