Bætti 28 ára gamalt heimsmet í kvöld en fær ekki að keppa á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2016 22:34 Keni Harrison. Vísir/Getty Keni Harrison frá Bandaríkjunum setti nýtt heimsmet í 100 metra grindarhlaupi kvenna í kvöld á afmælismóti í frjálsum íþróttum í London, svokölluðu London Anniversary Games. Keni Harrison kom í mark á 12,20 sekúndum og bætti metið sem sem hin búlgarska Yordanka Donkova var búin að eiga frá árinu 1988. Yordanka Donkova hljóp þá á 12,21 sekúndu. Keni Harrison átti besta tíma ársins en hún klúðraði algjörlega úrtökumótinu fyrir bandaríska Ólympíuliðið á dögunum. Keni Harrison náði bara sjötta sæti á úrtökumótinu og fær því ekki að keppa á ÓL í Ríó í næsta mánuði. „Eftir að ég komst ekki í Ólympíuliðið þá vildi ég sýna og sanna hvað ég hefði getað gert á leikunum," sagði Keni Harrison við BBC Sport eftir hlaupið. „Það er erfiðast að komast í bandaríska liðið. Okkar land gefur aðeins þeim þremur efstu í úrtökumótinu sæti í liðinu og ég náði ekki að vera ein þeirra. Pressan fór með mig á þeim degi og ég vildi óska þess að fá tækifæri til að hlaupa það hlaup aftur," sagði Keni Harrison. Keni Harrison á sex af sjö fljótustu tímum ársins og tvo af fjórum bestu tímum allra tíma. Það er því ótrúlegt að hún fái ekki að vera með en það er harður heimur þegar þú ert að reyna að komast í bandaríska Ólympíuliðið. Keni Harrison verður ekki eini háklassa grindarhlauparinn sem missir af leikunum í Ríó því ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, Sally Pearson, tognaði aftan í læri í síðasta mánuði og missir af leikunum líka.Keni Harrison.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Keni Harrison frá Bandaríkjunum setti nýtt heimsmet í 100 metra grindarhlaupi kvenna í kvöld á afmælismóti í frjálsum íþróttum í London, svokölluðu London Anniversary Games. Keni Harrison kom í mark á 12,20 sekúndum og bætti metið sem sem hin búlgarska Yordanka Donkova var búin að eiga frá árinu 1988. Yordanka Donkova hljóp þá á 12,21 sekúndu. Keni Harrison átti besta tíma ársins en hún klúðraði algjörlega úrtökumótinu fyrir bandaríska Ólympíuliðið á dögunum. Keni Harrison náði bara sjötta sæti á úrtökumótinu og fær því ekki að keppa á ÓL í Ríó í næsta mánuði. „Eftir að ég komst ekki í Ólympíuliðið þá vildi ég sýna og sanna hvað ég hefði getað gert á leikunum," sagði Keni Harrison við BBC Sport eftir hlaupið. „Það er erfiðast að komast í bandaríska liðið. Okkar land gefur aðeins þeim þremur efstu í úrtökumótinu sæti í liðinu og ég náði ekki að vera ein þeirra. Pressan fór með mig á þeim degi og ég vildi óska þess að fá tækifæri til að hlaupa það hlaup aftur," sagði Keni Harrison. Keni Harrison á sex af sjö fljótustu tímum ársins og tvo af fjórum bestu tímum allra tíma. Það er því ótrúlegt að hún fái ekki að vera með en það er harður heimur þegar þú ert að reyna að komast í bandaríska Ólympíuliðið. Keni Harrison verður ekki eini háklassa grindarhlauparinn sem missir af leikunum í Ríó því ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, Sally Pearson, tognaði aftan í læri í síðasta mánuði og missir af leikunum líka.Keni Harrison.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira