Lagerbäck: Leikmenn vilja ekki heyra þegar þeir eru ófaglegir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2016 13:00 Lagerbäck á blaðamannafundi í Annecy í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins. Þetta segir hann í samtali við Vísi. Nærtækasta dæmið er þegar hann sagði frá því á blaðamannafundi í Annecy, á meðan EM í Frakklandi stóð, að leikmenn hefðu komið of seint í kvöldmat skömmu eftir sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum. „Besta leiðin til að fá leikmenn á tærnar er að segja að hann sé ekki 100 prósent fagmannlegur,“ segir Lagerbäck. „Leikmenn vilja ekki heyra það.“ „Ég hef notað nokkur smáatriði, til dæmis eins og þegar leikmenn mættu 20-25 mínútum of seint í mat. Mér fannst það vanvirðing,“ segir hann enn fremur en málið var tekið fyrir á liðsfundi daginn fyrir umræddan blaðamannafund. Hann segir þó að gleymska sé eðlilegur þáttur þegar um svona stóran hóp ræðir og að málið hafi ekki alvarlegt. „Gleymska er ekki afsökun en það er mannlegt að gleyma hlutum. Það geri ég líka sjálfur,“ segir hann og bætir við að hann hafi stundum notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum til skila, bæði til leikmanna og einnig andstæðinga. „Ég reyni að gera það af og til. Ef mér finnst það góð hugmynd þá geri ég það,“ segir Lagerbäck en ummæli hans um leikaraskap Pepe og Cristiano Ronaldo fyrir leik Íslands og Portúgals vöktu athygli. „Ég vildi koma þessu út. Ef maður talar um svona lagað þá getur maður haft áhrif - á leikmenn, dómara og þá sem stýra dómgæslu. Varðandi dæmið með Portúgal þá fékk ég meira að segja viðbrögð frá þjálfara Portúgals. Tilgangurinn var að fá viðbrögð og ég fékk viðbrögð. Mér fannst það ganga ágætlega.“ Og virkaði þetta að þínu mati? „Ég sá ekki mikið af leikaraskap í leiknum okkar gegn Portúgal. Kannski að þetta hafði einhver áhrif.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins. Þetta segir hann í samtali við Vísi. Nærtækasta dæmið er þegar hann sagði frá því á blaðamannafundi í Annecy, á meðan EM í Frakklandi stóð, að leikmenn hefðu komið of seint í kvöldmat skömmu eftir sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum. „Besta leiðin til að fá leikmenn á tærnar er að segja að hann sé ekki 100 prósent fagmannlegur,“ segir Lagerbäck. „Leikmenn vilja ekki heyra það.“ „Ég hef notað nokkur smáatriði, til dæmis eins og þegar leikmenn mættu 20-25 mínútum of seint í mat. Mér fannst það vanvirðing,“ segir hann enn fremur en málið var tekið fyrir á liðsfundi daginn fyrir umræddan blaðamannafund. Hann segir þó að gleymska sé eðlilegur þáttur þegar um svona stóran hóp ræðir og að málið hafi ekki alvarlegt. „Gleymska er ekki afsökun en það er mannlegt að gleyma hlutum. Það geri ég líka sjálfur,“ segir hann og bætir við að hann hafi stundum notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum til skila, bæði til leikmanna og einnig andstæðinga. „Ég reyni að gera það af og til. Ef mér finnst það góð hugmynd þá geri ég það,“ segir Lagerbäck en ummæli hans um leikaraskap Pepe og Cristiano Ronaldo fyrir leik Íslands og Portúgals vöktu athygli. „Ég vildi koma þessu út. Ef maður talar um svona lagað þá getur maður haft áhrif - á leikmenn, dómara og þá sem stýra dómgæslu. Varðandi dæmið með Portúgal þá fékk ég meira að segja viðbrögð frá þjálfara Portúgals. Tilgangurinn var að fá viðbrögð og ég fékk viðbrögð. Mér fannst það ganga ágætlega.“ Og virkaði þetta að þínu mati? „Ég sá ekki mikið af leikaraskap í leiknum okkar gegn Portúgal. Kannski að þetta hafði einhver áhrif.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00