Sannleikurinn um sykurskatt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun