Trump ýjar að því að varðmenn annars viðauka gætu drepið Hillary Clinton Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2016 20:40 Frá kosningafundi Donald Trump í Norður-Karólínu. Vísir/Getty Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump ýjaði að því að „annars viðauka fólk“ gæti mögulega komið í veg fyrir að Hillary Clinton skipi óæskilega hæstaréttardómara, verði hún kjörin forseti. Trump lét orðin falla á kosningafundi í Wilmington í Norður-Karólínu, en með orðum sínum um „annan viðauka“ er hann að vísa í annan viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar Bandaríkjamönnum að bera vopn. „Ef hún fær að velja dómarana sína, er ekkert sem þið getið gert í því,“ sagði Trump, áður en hann hélt áfram: „En „annars viðauka fólkið“ – kannski gætu það. Ég veit það ekki.“ Einungis átta dómarar eiga nú sæti í hæstarétti Bandaríkjanna eftir að hinn íhaldssami Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt dómarann Merrick Garland, en Bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, hefur enn ekki greitt atkvæði um skipunina og vilja að næsti forseti skipi níunda dómarann. Í frétt Guardian er haft eftir kosningastjóra Hillary Clinton að orð Trump séu hættuleg og að sá sem sækist eftir að gegna forsetaembætti eigi ekki að ýja að ofbeldisverkum líkt og Trump gerði í ræðu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38 Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump ýjaði að því að „annars viðauka fólk“ gæti mögulega komið í veg fyrir að Hillary Clinton skipi óæskilega hæstaréttardómara, verði hún kjörin forseti. Trump lét orðin falla á kosningafundi í Wilmington í Norður-Karólínu, en með orðum sínum um „annan viðauka“ er hann að vísa í annan viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar Bandaríkjamönnum að bera vopn. „Ef hún fær að velja dómarana sína, er ekkert sem þið getið gert í því,“ sagði Trump, áður en hann hélt áfram: „En „annars viðauka fólkið“ – kannski gætu það. Ég veit það ekki.“ Einungis átta dómarar eiga nú sæti í hæstarétti Bandaríkjanna eftir að hinn íhaldssami Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt dómarann Merrick Garland, en Bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, hefur enn ekki greitt atkvæði um skipunina og vilja að næsti forseti skipi níunda dómarann. Í frétt Guardian er haft eftir kosningastjóra Hillary Clinton að orð Trump séu hættuleg og að sá sem sækist eftir að gegna forsetaembætti eigi ekki að ýja að ofbeldisverkum líkt og Trump gerði í ræðu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38 Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38
Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10