Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 14:42 Rúnar Gíslason mynd/sunna gautadóttir phtography „Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent