Bandaríkjamenn, gangið í bæinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Allt frá því að Bretar stigu hér (blessunarlega) á land þann 10. maí árið 1940, mitt í brennandi heimsstyrjöld, hefur Ísland verið undir verndarvæng vestrænna ríkja hernaðarlega séð. Frá því að bandaríski herinn fór árið 2006 hefur landið verið herlaust. Ísland gerðist aðili að NATO þegar það var stofnað árið 1949 og skipaði sér þar með í flokk vestrænna lýðræðisríkja, sem stóðu gegn hernaðarbandalagi alræðisríkja, Varsjárbandalaginu, sem leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna árið 1991. Kanar pakka saman Árið 2006 var það mat bandarískra ráðamanna að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflavíkurflugvelli og því var hringt til Íslands og sagt að menn væru að pakka saman. Síðan þá hefur ýmislegt gerst sem hefur breytt þessari heimsmynd og þeirri mynd að kalda stríðið sé raunverulega búið. Það hefur nefnilega verið að hitna allverulega í kolunum aftur; Úkraína, Sýrland, Írak, ISIS, Tyrkland og allt það. Það eru víða opnir eldar sem brenna af miklum krafti. Vegna aukinna umsvifa Rússa í kringum Ísland, hefur staðan hér einnig breyst. Það er án efa ástæða þess að Lilja Alfreðsdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra (kom inn í kjölfar Wintris-hneykslisins), ákvað að endurnýja samkomulag við Bandaríkin á sviði öryggis- og varnamála. Hvar var umræðan? En þessi endurnýjun hefur fengið afar litla umfjöllun og lýðræðisleg, opinber umræða um hana var engin. Mér vitanlega kom Alþingi nánast ekkert að þessu og segja má því að lýðræðið hafi gersamlega verið sniðgengið í sambandi við þennan samning. Það er í raun mjög alvarlegt. Samningurinn er hinsvegar í raun nýr kafli í sögu öryggis og varnarmála á Íslandi. Hann opnar fyrir og gefur Bandaríkjamönnum nánast fríar hendur á að nota aðstöðuna í Keflavík „eftir þörfum“ en það eru Íslendingar sem borga reksturinn á aðstöðunni með skattpeningum sínum. Í samningnum segir orðrétt: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands áréttar, sem framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, skuldbindingu sína um rekstur varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins frá flugbækistöðinni í Keflavík, aukinnar tímabundinnar viðveru á vettvangi eftir þörfum, meðal annars en ekki einvörðungu vegna viðveru kafbátarleitarvéla, og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Engar hömlurSíðar, í grein 2 í samningnum (sem er á vef ráðuneytisins) eru þarfir Bandaríkjanna enn ræddar: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands heimilar að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagið nýti sér aðstöðu eftir þörfum og í samræmi við varnarsamninginn frá 1951...“ (leturbreyting GHÁ) Samkvæmt þessu verður ekki betur séð en að það sé algerlega í höndum Bandaríkjamanna, hvað þeir geri á Keflavíkurvelli, hvenær og hvernig. Í samningnum eru ekki nein ákvæði sem leggja einhverjar hömlur á aðgerðir Bandaríkjamanna. Þá er mér ekki kunnugt um að samráð haft verið haft við sjálfstæðismenn (hinn stjórnarflokkinn) í málinu. Voru þar innanborðs einhver sjónarmið sem tekin voru með eða tekið tillit til? Sjálfir monta sjálfstæðismenn sig af því að hafa verið í fararbroddi í stefnumótun á sviði utanríkismála hér á landi. En að þessu sinni virðast þeir hafa verið sniðgengnir. Utanríkismálanefnd sniðgengin Þetta er að mínu mati mjög alvarlegt mál. Að ráðherra einn geti gert samning sem þennan, án þess að Alþingi og aðrar viðeigandi stofnanir komi þar að og án þess að lýðræðisleg umræða fari fram í landinu. Segja má að þetta sé ef til vill það sem flokka mætti sem aðför að fullveldi Íslands, því með þessum samningi eru allar dyr opnaðar upp á gátt til handa Bandaríkjamönnum. Hvað með þarfir okkar Íslendinga í þessu samhengi? Hverjar eru þær og hvaða máli skipta þær? Voru þær skilgreindar? Eru það bara þarfir Bandaríkjamanna sem skipta máli? Þó tekið sé mið af varnarsamningnum frá 1951 og vísað í hann, hefði verið eðlilegt að ræða málið á lýðræðislegan hátt. Heimurinn er t.d. allt annar nú en hann var árið 1951 og áskoranir dagsins í dag allt aðrar en þá. Sé heimasíða utanríkismálanefndar Alþingis skoðuð, er ekki minnst á þetta mál einu orði. Hvorki sem afgreitt mál, né í fundargerðum. Það finnst ekki þar. Hún hefur því samkvæmt þessu algerlega verið sniðgengin í málinu. Það hlýtur að vera grafalvarlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að Bretar stigu hér (blessunarlega) á land þann 10. maí árið 1940, mitt í brennandi heimsstyrjöld, hefur Ísland verið undir verndarvæng vestrænna ríkja hernaðarlega séð. Frá því að bandaríski herinn fór árið 2006 hefur landið verið herlaust. Ísland gerðist aðili að NATO þegar það var stofnað árið 1949 og skipaði sér þar með í flokk vestrænna lýðræðisríkja, sem stóðu gegn hernaðarbandalagi alræðisríkja, Varsjárbandalaginu, sem leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna árið 1991. Kanar pakka saman Árið 2006 var það mat bandarískra ráðamanna að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflavíkurflugvelli og því var hringt til Íslands og sagt að menn væru að pakka saman. Síðan þá hefur ýmislegt gerst sem hefur breytt þessari heimsmynd og þeirri mynd að kalda stríðið sé raunverulega búið. Það hefur nefnilega verið að hitna allverulega í kolunum aftur; Úkraína, Sýrland, Írak, ISIS, Tyrkland og allt það. Það eru víða opnir eldar sem brenna af miklum krafti. Vegna aukinna umsvifa Rússa í kringum Ísland, hefur staðan hér einnig breyst. Það er án efa ástæða þess að Lilja Alfreðsdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra (kom inn í kjölfar Wintris-hneykslisins), ákvað að endurnýja samkomulag við Bandaríkin á sviði öryggis- og varnamála. Hvar var umræðan? En þessi endurnýjun hefur fengið afar litla umfjöllun og lýðræðisleg, opinber umræða um hana var engin. Mér vitanlega kom Alþingi nánast ekkert að þessu og segja má því að lýðræðið hafi gersamlega verið sniðgengið í sambandi við þennan samning. Það er í raun mjög alvarlegt. Samningurinn er hinsvegar í raun nýr kafli í sögu öryggis og varnarmála á Íslandi. Hann opnar fyrir og gefur Bandaríkjamönnum nánast fríar hendur á að nota aðstöðuna í Keflavík „eftir þörfum“ en það eru Íslendingar sem borga reksturinn á aðstöðunni með skattpeningum sínum. Í samningnum segir orðrétt: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands áréttar, sem framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, skuldbindingu sína um rekstur varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins frá flugbækistöðinni í Keflavík, aukinnar tímabundinnar viðveru á vettvangi eftir þörfum, meðal annars en ekki einvörðungu vegna viðveru kafbátarleitarvéla, og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Engar hömlurSíðar, í grein 2 í samningnum (sem er á vef ráðuneytisins) eru þarfir Bandaríkjanna enn ræddar: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands heimilar að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagið nýti sér aðstöðu eftir þörfum og í samræmi við varnarsamninginn frá 1951...“ (leturbreyting GHÁ) Samkvæmt þessu verður ekki betur séð en að það sé algerlega í höndum Bandaríkjamanna, hvað þeir geri á Keflavíkurvelli, hvenær og hvernig. Í samningnum eru ekki nein ákvæði sem leggja einhverjar hömlur á aðgerðir Bandaríkjamanna. Þá er mér ekki kunnugt um að samráð haft verið haft við sjálfstæðismenn (hinn stjórnarflokkinn) í málinu. Voru þar innanborðs einhver sjónarmið sem tekin voru með eða tekið tillit til? Sjálfir monta sjálfstæðismenn sig af því að hafa verið í fararbroddi í stefnumótun á sviði utanríkismála hér á landi. En að þessu sinni virðast þeir hafa verið sniðgengnir. Utanríkismálanefnd sniðgengin Þetta er að mínu mati mjög alvarlegt mál. Að ráðherra einn geti gert samning sem þennan, án þess að Alþingi og aðrar viðeigandi stofnanir komi þar að og án þess að lýðræðisleg umræða fari fram í landinu. Segja má að þetta sé ef til vill það sem flokka mætti sem aðför að fullveldi Íslands, því með þessum samningi eru allar dyr opnaðar upp á gátt til handa Bandaríkjamönnum. Hvað með þarfir okkar Íslendinga í þessu samhengi? Hverjar eru þær og hvaða máli skipta þær? Voru þær skilgreindar? Eru það bara þarfir Bandaríkjamanna sem skipta máli? Þó tekið sé mið af varnarsamningnum frá 1951 og vísað í hann, hefði verið eðlilegt að ræða málið á lýðræðislegan hátt. Heimurinn er t.d. allt annar nú en hann var árið 1951 og áskoranir dagsins í dag allt aðrar en þá. Sé heimasíða utanríkismálanefndar Alþingis skoðuð, er ekki minnst á þetta mál einu orði. Hvorki sem afgreitt mál, né í fundargerðum. Það finnst ekki þar. Hún hefur því samkvæmt þessu algerlega verið sniðgengin í málinu. Það hlýtur að vera grafalvarlegt.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun