Trump segir Obama hreina hörmung sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 12:24 Donald Trump kom fram á kosningafundi á mánudag, enda heldur kosningabaráttan áfram þangað til í nóvember. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Obama hafi bæði verið veikburða og gagnslaus. Þetta sagði Trump í viðtali við Fox fréttastofuna, í kjölfar ummæla Obama, sem sagði Trump óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Þá sagði Obama það sæta furðu að Repúblikanaflokkurinn hafi enn ekki látið af stuðningi við Trump. Ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins hafa þó gagnrýnt Trump og neitað honum um stuðning sinn. Þeirra á meðal eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður repúblikana, og John McCain, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins. Trump hefur hins vegar svarað í sömu mynt og segist ekki ætla að styðja þá í næstu þingkosningum, sem fara fram í nóvember, en Ryan og McCain ætla báðir að fara fram. Þá hefur gagnrýni á hendur Trump komið víðar að, en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær að fari svo að Trump beri sigur úr býtum, muni það hafa áhrif á heiminn allan. Bætti hann því við að Trump valdi sér ógleði. Fylgissveiflur á milli frambjóðandanna tveggja, Trump og Hillary Clinton, hafa verið töluverðar að undanförnu. Clinton er þó á hraðri uppleið í könnunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Stuðningur við Trump minnkaði eftir landsþing repúblikanaflokksins en þar munar líklega mest um þegar hann fór að gera lítið úr fjölskyldu hermanns sem féll í Íraksstríðinu árið 2004. Fjölskyldan er íslamskrar trúar og hafa orð Trump í garð hennar verið mikið í fréttum vestanhafs síðustu daga. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Obama hafi bæði verið veikburða og gagnslaus. Þetta sagði Trump í viðtali við Fox fréttastofuna, í kjölfar ummæla Obama, sem sagði Trump óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Þá sagði Obama það sæta furðu að Repúblikanaflokkurinn hafi enn ekki látið af stuðningi við Trump. Ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins hafa þó gagnrýnt Trump og neitað honum um stuðning sinn. Þeirra á meðal eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður repúblikana, og John McCain, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins. Trump hefur hins vegar svarað í sömu mynt og segist ekki ætla að styðja þá í næstu þingkosningum, sem fara fram í nóvember, en Ryan og McCain ætla báðir að fara fram. Þá hefur gagnrýni á hendur Trump komið víðar að, en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær að fari svo að Trump beri sigur úr býtum, muni það hafa áhrif á heiminn allan. Bætti hann því við að Trump valdi sér ógleði. Fylgissveiflur á milli frambjóðandanna tveggja, Trump og Hillary Clinton, hafa verið töluverðar að undanförnu. Clinton er þó á hraðri uppleið í könnunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Stuðningur við Trump minnkaði eftir landsþing repúblikanaflokksins en þar munar líklega mest um þegar hann fór að gera lítið úr fjölskyldu hermanns sem féll í Íraksstríðinu árið 2004. Fjölskyldan er íslamskrar trúar og hafa orð Trump í garð hennar verið mikið í fréttum vestanhafs síðustu daga.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira