Samþjöppun aflaheimilda, kvótauppboð í Færeyjum og félagsleg áhrif kvótakerfisins Þórólfur Matthíasson skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun