Samþjöppun aflaheimilda, kvótauppboð í Færeyjum og félagsleg áhrif kvótakerfisins Þórólfur Matthíasson skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun