Usain Bolt fagnaði gullinu með því að syngja með í Bob Marley lagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 01:51 Usain Bolt fagnar sigri. Vísir/Getty Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann 200 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem hann tekur gullið í þessari grein. Usain Bolt kom í mark á 19,78 sekúndum en hann talaði um það eftir undanúrslitin í gær að hann ætlaði að reyna að bæta heimsmetið sitt frá því á HM í Berlín 2009. Bolt var reyndar langt frá heimsmeti sínu (19.19 sekúndur 2009) og Ólympíumeti (19.30 sekúndur 2008) en sigur hans var öruggur. Hann var ekki alveg sáttur eftir hlaupið því hann ætlaði sér meira en gleymdi þeirri reiði fljótt. Þetta voru önnur gullverðlaun Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó og áttundu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum. Eins og þegar hann vann 100 metra hlaupið á dögunum á þriðju leikunum í röð varð Bolt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 metra hlaupið á þremur Ólympíuleikum í röð. Skemmtikrafturinn Usain Bolt kom að sjálfsögðu fram í sigurvímunni þar sem hann söng meðal annars undir með lagi Bob Marley með jamaíska fánann í annarri og þann brasilíska í hinni. Usain Bolt og Bob Marley eru án efa frægustu Jamaíkamennirnir í sögunni og þetta átti því vel við. Nú er bara að klára dæmið í boðhlaupinu og vinna þrjú gullverðlaun á þriðju leikunum í röð. Kanadamaðurinn Andre De Grasse, sem reyndi að vinna Bolt þegar Jamaíkamaðurinn slakaði á í lokin á undanúrslitahlaupinu í gær, varð annar í hlaupinu á 20,02 sekúndum. Frakkinn Christophe Lemaitre fékk síðan bronsið þrátt fyrir að koma á sama tíma í mark og Adam Gemili frá Bretland en þeir hlupu báðir á 20,12 sekúndum. Christophe Lemaitre var sjónarmun á undan.Öruggur sigur.Vísir/GettyUsain Bolt var smá svekktur að slá ekki metið.Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann 200 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem hann tekur gullið í þessari grein. Usain Bolt kom í mark á 19,78 sekúndum en hann talaði um það eftir undanúrslitin í gær að hann ætlaði að reyna að bæta heimsmetið sitt frá því á HM í Berlín 2009. Bolt var reyndar langt frá heimsmeti sínu (19.19 sekúndur 2009) og Ólympíumeti (19.30 sekúndur 2008) en sigur hans var öruggur. Hann var ekki alveg sáttur eftir hlaupið því hann ætlaði sér meira en gleymdi þeirri reiði fljótt. Þetta voru önnur gullverðlaun Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó og áttundu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum. Eins og þegar hann vann 100 metra hlaupið á dögunum á þriðju leikunum í röð varð Bolt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 metra hlaupið á þremur Ólympíuleikum í röð. Skemmtikrafturinn Usain Bolt kom að sjálfsögðu fram í sigurvímunni þar sem hann söng meðal annars undir með lagi Bob Marley með jamaíska fánann í annarri og þann brasilíska í hinni. Usain Bolt og Bob Marley eru án efa frægustu Jamaíkamennirnir í sögunni og þetta átti því vel við. Nú er bara að klára dæmið í boðhlaupinu og vinna þrjú gullverðlaun á þriðju leikunum í röð. Kanadamaðurinn Andre De Grasse, sem reyndi að vinna Bolt þegar Jamaíkamaðurinn slakaði á í lokin á undanúrslitahlaupinu í gær, varð annar í hlaupinu á 20,02 sekúndum. Frakkinn Christophe Lemaitre fékk síðan bronsið þrátt fyrir að koma á sama tíma í mark og Adam Gemili frá Bretland en þeir hlupu báðir á 20,12 sekúndum. Christophe Lemaitre var sjónarmun á undan.Öruggur sigur.Vísir/GettyUsain Bolt var smá svekktur að slá ekki metið.Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira