Maður kaupir ef maður fílar Gunnar Á. Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Þetta er setning sem heyrist gjarnan frá þeim sem eru hvað mestir baráttumenn í því að réttlæta ólöglegt niðurhal. Tímarnir eru breyttir og hinn týpíski neytandi er farinn að hegða sínu neyslumynstri allt öðruvísi en áður var. Í dag þarf í flestum tilfellum alls ekki að fara ólöglega leið til þess að tékka hvort maður fíli viðkomandi efni. Nánast alla tónlist er hægt að hlusta á löglega á Spotify sem er snilldar uppfinning, þar hefur maður uppgvötað alls konar skemmtilega tónlist og ég kaupi mjög reglulega efni sem ég hef tékkað fyrst á á Spotify. Hvað bækur varðar er hægt að fara á bókasafnið, leigja sér bók upp á gamla mátann og ef manni finnst bókin svo mikil snilld að maður vilji eiga hana uppi í hillu eða rafbók í Kindle þá er hægt að fara og kaupa hana.Greiða fyrir ákveðna þætti?En þá er komið að málaflokknum sem veldur hvað mestu fjaðrafoki og það er kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Kvikmyndirnar eru vissulega hægt að sjá í kvikmyndahúsi þegar þær eru nýjar og eru þær svo mjög fljótlega komnar á voddið og þar má horfa á þær líka fyrir sanngjarnt verð, þannig gengið að efninu löglega og er alls engu ábótavant og hægt að horfa á kvikmyndir á góðu verði á voddinu. Svo aðgengið er bara fínt á þessu efni en það er þó einn flokkur sem er ekki svona aðgengilegur. Og það eru sjónvarpsþættir og þá sérstaklega íslenskir sjónvarpsþættir. Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 vegna þess að ég horfi svo lítið á sjónvarp og hef hreinlega ekki tíma fyrir mikið sjónvarp inn í mitt líf. En þrátt fyrir að ég horfi lítið á sjónvarp þá eru einstaka íslenskir þættir inn á milli á Stöð 2 sem ég væri alveg til í að sjá og borga fyrir. Gott dæmi er að síðasta haust var þriðja sería ef Rétti sýnd á Stöð 2. Ég hefði svo glaður viljað borga vikulega, tja segjum 450 kr. fyrir áhorf á hverjum þætti af Rétti en sá möguleiki var ekki í boði. Ef sá möguleiki hefði verið opinn og ég borgað mínar 450 kr. vikulega fyrir áhorf á þættinum hefði ég verið búinn að greiða eftir seríuna 4.050 kr. í heildina bara fyrir þetta tiltekna efni. Sem mér finnst bara mjög sanngjarnt og gott í staðinn fyrir að hafa borgað áskrift að Stöð 2 í rúma tvo mánuði sem ég hef ekkert við að gera og mun ekki fá mér. Ég missti þess vegna af Rétti og hef ekki enn þá séð þessa þætti, er að bíða eftir því að sjá þá til sölu á DVD en ég hef hvergi séð þá í boði. Ég var rétt í þessu að skoða SíminnBíó leiguna og þar eru þættirnir ekki enn í boði. Mig langar að sjá þá og vil alveg borga fyrir það en aðgengið að þeim er bara ekki til staðar. Ég skil gremju tónlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og rithöfunda ef efninu þeirra er niðurhalað af netinu eða þegar sjónvarpsþáttum er niðurhalað og svo tala framleiðendur um tekjutap vegna niðurhals. Hvaða tekjutap? Það er ekki í boði að fá að borga fyrir sumt efni þó fólk vilji það. Þannig að ef sjónvarpsþáttum er niðurhalað á netinu þá er það ekki samasemmerki um tekjutap þegar það var aldrei hægt að nálgast efnið löglega með því að borga fyrir hvern og einn þátt. Það hentar mér allavega ekki að kaupa áskrift að heilli sjónvarpsstöð og einhverjum skemmtipakka þegar ég ætla bara að fylgjast með fréttum sem eru í opinni dagskrá og einni sjónvarpsþáttaseríu. Nú í haust eru að hefja göngu sína þættirnir Borgarstjórinn á Stöð 2 og ég skora á 365 miðla að gera tilraun og bjóða þeim sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 að kaupa aðgang að hverjum þætti fyrir t.d. 450 kall um leið og þátturinn er sýndur í sjónvarpi. Er alveg viss um að tugþúsundir eiga eftir að nýta sér það og þar á meðal ég. Það er ekki hægt að kvarta undan tekjutapi þegar það er ekki í boði að fá að borga fyrir efnið fyrr en seint og síðar meir. If you can't beat them, join them. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er setning sem heyrist gjarnan frá þeim sem eru hvað mestir baráttumenn í því að réttlæta ólöglegt niðurhal. Tímarnir eru breyttir og hinn týpíski neytandi er farinn að hegða sínu neyslumynstri allt öðruvísi en áður var. Í dag þarf í flestum tilfellum alls ekki að fara ólöglega leið til þess að tékka hvort maður fíli viðkomandi efni. Nánast alla tónlist er hægt að hlusta á löglega á Spotify sem er snilldar uppfinning, þar hefur maður uppgvötað alls konar skemmtilega tónlist og ég kaupi mjög reglulega efni sem ég hef tékkað fyrst á á Spotify. Hvað bækur varðar er hægt að fara á bókasafnið, leigja sér bók upp á gamla mátann og ef manni finnst bókin svo mikil snilld að maður vilji eiga hana uppi í hillu eða rafbók í Kindle þá er hægt að fara og kaupa hana.Greiða fyrir ákveðna þætti?En þá er komið að málaflokknum sem veldur hvað mestu fjaðrafoki og það er kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Kvikmyndirnar eru vissulega hægt að sjá í kvikmyndahúsi þegar þær eru nýjar og eru þær svo mjög fljótlega komnar á voddið og þar má horfa á þær líka fyrir sanngjarnt verð, þannig gengið að efninu löglega og er alls engu ábótavant og hægt að horfa á kvikmyndir á góðu verði á voddinu. Svo aðgengið er bara fínt á þessu efni en það er þó einn flokkur sem er ekki svona aðgengilegur. Og það eru sjónvarpsþættir og þá sérstaklega íslenskir sjónvarpsþættir. Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 vegna þess að ég horfi svo lítið á sjónvarp og hef hreinlega ekki tíma fyrir mikið sjónvarp inn í mitt líf. En þrátt fyrir að ég horfi lítið á sjónvarp þá eru einstaka íslenskir þættir inn á milli á Stöð 2 sem ég væri alveg til í að sjá og borga fyrir. Gott dæmi er að síðasta haust var þriðja sería ef Rétti sýnd á Stöð 2. Ég hefði svo glaður viljað borga vikulega, tja segjum 450 kr. fyrir áhorf á hverjum þætti af Rétti en sá möguleiki var ekki í boði. Ef sá möguleiki hefði verið opinn og ég borgað mínar 450 kr. vikulega fyrir áhorf á þættinum hefði ég verið búinn að greiða eftir seríuna 4.050 kr. í heildina bara fyrir þetta tiltekna efni. Sem mér finnst bara mjög sanngjarnt og gott í staðinn fyrir að hafa borgað áskrift að Stöð 2 í rúma tvo mánuði sem ég hef ekkert við að gera og mun ekki fá mér. Ég missti þess vegna af Rétti og hef ekki enn þá séð þessa þætti, er að bíða eftir því að sjá þá til sölu á DVD en ég hef hvergi séð þá í boði. Ég var rétt í þessu að skoða SíminnBíó leiguna og þar eru þættirnir ekki enn í boði. Mig langar að sjá þá og vil alveg borga fyrir það en aðgengið að þeim er bara ekki til staðar. Ég skil gremju tónlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og rithöfunda ef efninu þeirra er niðurhalað af netinu eða þegar sjónvarpsþáttum er niðurhalað og svo tala framleiðendur um tekjutap vegna niðurhals. Hvaða tekjutap? Það er ekki í boði að fá að borga fyrir sumt efni þó fólk vilji það. Þannig að ef sjónvarpsþáttum er niðurhalað á netinu þá er það ekki samasemmerki um tekjutap þegar það var aldrei hægt að nálgast efnið löglega með því að borga fyrir hvern og einn þátt. Það hentar mér allavega ekki að kaupa áskrift að heilli sjónvarpsstöð og einhverjum skemmtipakka þegar ég ætla bara að fylgjast með fréttum sem eru í opinni dagskrá og einni sjónvarpsþáttaseríu. Nú í haust eru að hefja göngu sína þættirnir Borgarstjórinn á Stöð 2 og ég skora á 365 miðla að gera tilraun og bjóða þeim sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 að kaupa aðgang að hverjum þætti fyrir t.d. 450 kall um leið og þátturinn er sýndur í sjónvarpi. Er alveg viss um að tugþúsundir eiga eftir að nýta sér það og þar á meðal ég. Það er ekki hægt að kvarta undan tekjutapi þegar það er ekki í boði að fá að borga fyrir efnið fyrr en seint og síðar meir. If you can't beat them, join them.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar