Framhjáhöld Bjarni Karlsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Enn minnast Þingeyingar gamla bóndans sem lá fyrir dauðanum. Fólk var að koma að vitja hans og í miðjum klíðum lítur hann upp af kodda sínum, horfir brosleitur á ástvini og samferðamenn og mælir: Ég hefði ekki viljað missa af banalegunni! Það er margt misjafnt sem gerist í lífi okkar og eftir á hefðum við viljað missa af því fæstu. Þó er sumt undanskilið. Til dæmis hef ég í mínu starfi kynnst mörgu góðu og skynsömu fólki sem hefur haldið framhjá maka sínum og er orðið ljóst að framhjáhöld eru ekki í þeim flokki aðstæðna sem fólk hefði nú þrátt fyrir allt ekki viljað fara á mis við: Ekki hefði ég viljað missa af framhjáhaldinu, er setning sem ég hef enn ekki heyrt af vörum nokkurrar persónu. Hvers vegna? Líklega vegna þess að eftir á uppgötvum við, ef við höldum framhjá, að við höfum ýtt af stað atburðarás sem við getum ekki stjórnað og varðar m.a. heilsu maka okkar. Fólk heldur framhjá af ýmsum ástæðum en það gerir það ekki vegna þess að þau eru vondar manneskjur og vilji valda skaða. Framhjáhöld gerast til dæmis vegna hégóma, forvitni, ástarkenndar, greddu, sjálflægni, ævintýra- eða hefndarþrár og stundum bara af ósvífni í bland við ölvímu. En enginn sem heldur framhjá ætlar sér að ögra heilsu maka síns og setja hana í áhættuflokk. Þó er það einmitt það sem gerist í flestum tilvikum og er kannski það erfiða í þessu öllu. Við erum spendýr. Spendýr pissa í hornin og marka sér svæði og í eðli þeirra er ekkert rými fyrir tryggðarof. Spendýrið í okkur fyrirgefur ekki framhjáhald. Þess vegna er þetta svo flókið, tekur mikið á og kostar tíma sem allir aðilar máls hefðu viljað verja betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Enn minnast Þingeyingar gamla bóndans sem lá fyrir dauðanum. Fólk var að koma að vitja hans og í miðjum klíðum lítur hann upp af kodda sínum, horfir brosleitur á ástvini og samferðamenn og mælir: Ég hefði ekki viljað missa af banalegunni! Það er margt misjafnt sem gerist í lífi okkar og eftir á hefðum við viljað missa af því fæstu. Þó er sumt undanskilið. Til dæmis hef ég í mínu starfi kynnst mörgu góðu og skynsömu fólki sem hefur haldið framhjá maka sínum og er orðið ljóst að framhjáhöld eru ekki í þeim flokki aðstæðna sem fólk hefði nú þrátt fyrir allt ekki viljað fara á mis við: Ekki hefði ég viljað missa af framhjáhaldinu, er setning sem ég hef enn ekki heyrt af vörum nokkurrar persónu. Hvers vegna? Líklega vegna þess að eftir á uppgötvum við, ef við höldum framhjá, að við höfum ýtt af stað atburðarás sem við getum ekki stjórnað og varðar m.a. heilsu maka okkar. Fólk heldur framhjá af ýmsum ástæðum en það gerir það ekki vegna þess að þau eru vondar manneskjur og vilji valda skaða. Framhjáhöld gerast til dæmis vegna hégóma, forvitni, ástarkenndar, greddu, sjálflægni, ævintýra- eða hefndarþrár og stundum bara af ósvífni í bland við ölvímu. En enginn sem heldur framhjá ætlar sér að ögra heilsu maka síns og setja hana í áhættuflokk. Þó er það einmitt það sem gerist í flestum tilvikum og er kannski það erfiða í þessu öllu. Við erum spendýr. Spendýr pissa í hornin og marka sér svæði og í eðli þeirra er ekkert rými fyrir tryggðarof. Spendýrið í okkur fyrirgefur ekki framhjáhald. Þess vegna er þetta svo flókið, tekur mikið á og kostar tíma sem allir aðilar máls hefðu viljað verja betur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar